Vangaveltur:
Hefur aldrei komið til tals hjá stjórn, eða einhverjum sniðugum félaga, að láta útbúa logbækur fyrir klúbbfélaga? Þessi bók gæti verið úr vatnsheldum pappír svipað og hjá köfurum og siglingamönnum. Kápuna gæti prýtt merki klúbbsins og ef til vill nafn eigandans. Þessi bók gæti verið eitthvað sem menn fá þegar árgjald er greitt og væri því líka eftirsóknarverð fyrir nýja félaga. Kápan mætti þá líka vera merkt ártali og með tímanum myndu safnast upp hálfgerðar árbækur hvers ræðara. Persónulega þætti mér þetta mikil hvatning til að halda utan um mínar ferðir og það væri frábært ef maður ætti svona gogn um þær ferðir sem maður hefur farið í í gegnum tíðina. Þar að auki væri þetta gríðarmikil upplýsingaöflun fyrir klúbbinn. Þó ég sé sjálfur á sjóbát þá gætu þessar bækur auðvitað líka nýst straummönnum........bara pæling í skammdeginu.