Þriðjudagsróður

12 okt 2010 14:03 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Þriðjudagsróður
Ég er nú staddur í Vík og rölti niður í fjöru áðan.

Við sem höfum tekið æfingar í Þorlákshöfn eða Sandvík mundum fara létt með að komast hér á sjó núna, þó kæmist maður ekki hjá að fara gegnum eða yfir eitt gott brot. Lending væri síðan bara skemmtileg.
Það blundar líka í mér sú löngun að fást meira við ósinn inn í lónið við Dyrhólaey, þar sem brotið reyndi fyrist að brjóta kayakinn minn á Arnardrangi og síðan að skrapa ofan af hausnum á mér í mölini á botninum, en hjálmurinn var á sínum stað.
Ég ætla með Lilju í kaffi síðdegis á Mýrum í Álftaveri, en þar býr Páll Eggertsson sem fór yfir sýki og sanda með mér til að ná í bátinn á Mýrnatanga við ós Kúðaflóts og koma honum undan sanfoki og síkviku fljótinu.

Kveðjur.
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 okt 2010 10:15 #2 by Páll R
Replied by Páll R on topic Re:Þriðjudagsróður
Ég kem

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 okt 2010 08:52 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Þriðjudagsróður
Stefni á mætingu

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 okt 2010 08:43 #4 by Larus
Replied by Larus on topic Re:Þriðjudagsróður
jamm........... ég mæti

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 okt 2010 22:20 #5 by eymi
Þriðjudagsróður was created by eymi
Eru ekki einhverjir til í slaginn á morgun... um fimmleytið?
Það gætu orðið skemmtilegar aðstæður milli Þerneyjar og Geldinganess, austan strekkingur á móti aðfallinu B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum