Frumsýning

15 okt 2010 10:12 - 15 okt 2010 10:13 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Frumsýning
Ég þakka Þórsteini fyrir og tek undir með Gísla. Fyrir mig var myndin hreint náttúrulistaverk og jafnframt merk söguleg heimild fyrir framtíðina um tilveruna í fallegri en lítilli sveit á árinu 2010. Sannalega góð upplifun og hvíld frá kreppunni sem þórsteinn færir okkur með myndinni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 okt 2010 22:59 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Frumsýning
Ég þakka Þórsteini fyrir boðið og góða mynd. Hann bauð frumsýningargesti velkomna með látlausum en skilmerkilegum orðum og framkoma hans lýsir hógværð eins og við þekkjum, en að baki myndarinnar liggur líklega vinna í um 3 ár. Við Sævar sátum þarna saman innan um ýmsa þekkta borgara á sviði lista og bókmennta, en einnig fólk úr sveitinni, sem er leiksvið myndarinnar.

Ég er þess ekki umkominn að skrifa umsögn eða listagagnrýni, en mér fannst myndin vera listaverk, þar sem flettað var saman á látlausan hátt, hugleiðingum fólks um tilveruna, um stöðu kirkju og kristni í sveitinni, heillandi klippingum úr náttúrunni og svo lífi og starfi fólksins, hvort sem var vélaviðgerðir, sauðburður eða nautaat.

Presturinn í myndinni, sr. Gunnar Kristjánsson, tjáir sig mikið um virðingu fyrir náttúrunni og um friðarmál. Við vorum leikfélagar á Sundlaugaveginum, árin eftir stríð, þegar "Kleppur hraðferð" brunaði fram hjá gömlu sundlaugunum og þeytti rykmekkinum yfir bárujárnsgirðinguna og Laugarnar þar fyrir innan. Bróðir sr. Gunnars, sem var á aldri við yngri bróður minn, lenti svo fyrir strætó og missti heilsuna upp úr því.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 okt 2010 21:35 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Frumsýning
Flott boð frá Þórsteini ,kvikmyndagerðamanni og sjókayakræðara
til okkar kayakræðara. Ég var að horfa á stutt myndskeið úr myndinni. Hún er tekin í Kjósinni. Mér leist mjög vel á.Og ekki dregur úr að ég á ættingja úr Kjósinni aftur í fornöld og eru nokkrir núlifandi ennþá búandi í Kjósinni og myndaðir af Þórsteini.-Fremri -Hálsætt. Mér skilst að sýningin verði í Bíó Paradís á Hverfisgötu. Mæti þar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 okt 2010 09:52 #4 by Þorsteinn
Frumsýning was created by Þorsteinn
Til andlegrar upplyftingar langar mig til að bjóða róðrarfélögum á frumsýningu á heimmildamyndinni Liljur vallarins fimmtudag 14. okt kl 20:00. Sævari bregður fyrir í myndinni, svo hann er sérstaklega boðinn. Upplýsingar um myndina á kvikmynd.com.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum