BCU æfingar

20 okt 2010 21:14 #1 by maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 okt 2010 20:36 #2 by SAS
Það stefnir í mjög góða mætingu, einir 10 vaskir kappar stefna á mætingu, spurning um að setja upp umferðaljós :-)

Minni á að þetta er tilvalin æfing fyrir þá sem hafa skráð sig á BCU 4* mat eða námskeið. Ekki ólíklegt að hluti námskeiðsins og prófsins fari fram í Sandvíkinni.

Sjálfur ætla ég leggja á stað milli 15:30 og 16:00, höfum ca tíma til 18:30-19:00 vegna birtuskilyrða.

Allir velkomnir sem á annað borð treysta sér í 1-2 m öldu. Munum eftir hjálminum.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 okt 2010 08:59 #3 by Andri
Ég kemst ekki í kvöld en stefni á að mæta í Sandvíkina á morgun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 okt 2010 16:35 #4 by SAS
Sælir

Næsta miðvikudaginn kl. 17:00 ætlum við nokkrir að mæta í BCU æfingar í Sandvíkina. En þá er spáð ágætis aðstæðum og tilvalið fyrir þá sem ætla að taka þátt í BCU 4* námskeiðinu og matinu að mæta og æfa sig.

Síðasta BCU 4* námskeið og mat fór mest fram í og við Sandvíkina.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 okt 2010 14:07 #5 by Gíslihf
BCU æfingar was created by Gíslihf
Nú er réttur mánuður til næsta BCU prófs og við erum nokkrir félagar sem höfum verið skráðir í það. Það var ágæt slípun í róðrartækni sem Maggi hjálpaði okkur með s.l. laugardag, en það er ljóst að þetta og margt fleira þarf allt að æfa í vindi og öldu og innan um kletta og straum, þ.e.a.s. við raunveruleg skilyrði á sjó.

Ég stefni að því að taka tvær æfingar í viku eftir vinnu, helst kl. 17 á sjó á þriðjudögum og fimmtudögum og svo auk þess sundlaugaræfingu um helgi þegar tækifæri gefst. Þetta eru 4 vikur og svo hvíld síðustu dagana fyrir prófið. Planið verður svo sveigjanlegt ef veður er ófært eða farið verður t.d. sérferð í brimæfingar.

Ég vona að fleiri geti verið samferða í þessari áætlun, sérstaklega þeir sem fara í BCU prófið, en það væri mjög gott að hafa þá með líka sem hafa lokið prófinu áður, til þess að gefa okkur ábendingar og tilsögn og þeir geta svo haldið sér í formi í leiðinni.

PS: Mæting á morgun þrd. 19. okt í Geldinganesi,á sjó um kl 17.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum