Við Össur vorum við Fjósakletta í austan golu.
Hér er skýrsla fyrir þá sem vilja pæla í þessum æfingum:
Æfingar voru gerðar í áratækni og svo róið rétt- og rangsælis umhverfis klettinn næst landi, með beitingu árar fyrst aðeins á aðra höndina, svo á hina. Eitthvað gekk erfiðlega að komast gegnum sundið þegar golan og útfallsstraumur lögðust á eitt að snúa bátnum til hægri og áratökin voru á vinstri hönd.
Svo voru það nokkrar veltur og marvaðalega á báðar hendur, ein toglínuferð á mann umhverfist stóra klettinn og pælt í því að vera snöggur að húkka í dekklínu án þess að stoppa, gæta þess að línan liggi ekki utan um mittið þegar strekkist á henni og fylgjast með því að bandið liggi aftur með bógnum réttu megin miðað við það að geta róið í sveig og að hún sé ekki flækt í varaárina. Ég var að lesa í gær um tog í stutta leið án línu með snertingu báta - hér:
atlantickayaktours.com/pages/expertcente...owing-Skills-3.shtml
Það er engu líkara en að hér sé kennt að ýta bát fremur en draga - er þetta rétt skilið (einhver) ?
Lokaæfingin var viðgerð á ímyndaðri rifu undir mannopi hjá mér úti á dýpi. Össur fékk þurrpoka með tusku, duc-teipi o.fl. í, ég fór í sjóinn og báturinn á hvolf, Össur lagði hann meðfram sínum, ég upp á báða klofvega aftan við Össa og svo var þurrkað og límt og endað með félagabjörgun. Ef til vill á að gera þetta á annan hátt - ég hef ekki lesið um það.
Sem sagt gott!
Kv. GHF.