Fjósaklettar fid. 281010.

28 okt 2010 20:18 #1 by Gíslihf
Við Össur vorum við Fjósakletta í austan golu.
Hér er skýrsla fyrir þá sem vilja pæla í þessum æfingum:

Æfingar voru gerðar í áratækni og svo róið rétt- og rangsælis umhverfis klettinn næst landi, með beitingu árar fyrst aðeins á aðra höndina, svo á hina. Eitthvað gekk erfiðlega að komast gegnum sundið þegar golan og útfallsstraumur lögðust á eitt að snúa bátnum til hægri og áratökin voru á vinstri hönd.

Svo voru það nokkrar veltur og marvaðalega á báðar hendur, ein toglínuferð á mann umhverfist stóra klettinn og pælt í því að vera snöggur að húkka í dekklínu án þess að stoppa, gæta þess að línan liggi ekki utan um mittið þegar strekkist á henni og fylgjast með því að bandið liggi aftur með bógnum réttu megin miðað við það að geta róið í sveig og að hún sé ekki flækt í varaárina. Ég var að lesa í gær um tog í stutta leið án línu með snertingu báta - hér:
atlantickayaktours.com/pages/expertcente...owing-Skills-3.shtml
Það er engu líkara en að hér sé kennt að ýta bát fremur en draga - er þetta rétt skilið (einhver) ?

Lokaæfingin var viðgerð á ímyndaðri rifu undir mannopi hjá mér úti á dýpi. Össur fékk þurrpoka með tusku, duc-teipi o.fl. í, ég fór í sjóinn og báturinn á hvolf, Össur lagði hann meðfram sínum, ég upp á báða klofvega aftan við Össa og svo var þurrkað og límt og endað með félagabjörgun. Ef til vill á að gera þetta á annan hátt - ég hef ekki lesið um það.

Sem sagt gott!

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 okt 2010 12:50 #2 by Páll R
Ég kemst ekki á góðviðrisæfingu í kvöld, en hins vegar er alveg til í dæminu að ég mæti á laugardag.
Nokkrum sinnum hefur blásið hressilega af NA eða A í félagsróðrum síðustu ára, jafnvel svo að menn hafa átt í smá basli með að koma sér frá landi við eiðið. En alltaf hafa einhverjir látið sig hafa það að róa stuttan spotta á móti veðrinu, þó ekki væri nema að Korpu eða jafnvel lengra inn á Leiruvoginn. Það hefur þá gengið þeim mun betur til baka eftir smá kaffistopp, og allir ánægðir með sig eftir þrekvirkið. Þriggja stjörnu fólk við góða heilsu ætti að ráða við þetta. Þú líka Gísli. Sé þig vonandi á laugardaginn og önnur hreystimenni.

Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 okt 2010 15:37 #3 by Gíslihf
Ég ætla að fara á sjó við Geldinganes um eða upp úr kl 17 eftir vinnu á morgun, fimmtudag 28. okt. Planið er að gera tækniæfingar við Fjósakletta í 1 klst. eða svo, t.d. að róa á aðra hönd umhverfis kletta, veltur o.fl.

Þetta er góð upphitun fyrir BCU og bara almennt, en með félögum
er hægt að æfa fleiri atriði svo sem notkun toglínu, viðgerð á botni báts á sjó og fleira skemmtilegt!

Mér sýnist svo á veðurkorti fyrir n.k. laugardag að ekki verði fært í félagsróður nema fyrir 4ra til 5 stjörnu kappa.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum