Fimm félagar fóru á sjó, GHF, Páll R, SAS, Valdimar og Ingi. Farið var upp í NA vindinn, sem var hvassari um leið og komið var út á sundið austan við Geldinganes. Með hliðsjón af vindmælum má ætla að róið hafi verið í vindi minnst 10 m/s en mestallan tímann á bilinu 15-20 og svo hviður upp í 25 m/s og var þá sjórinn aðeins byrjaður að rjúka.
Í Veltuvík var farið í landi til að ráðgast um framhaldið og sinna bátum, þar sem ein svuntan stóðst illa ágjöfina og flæddi inn í mannop og eitt skeggið var fast niðri þannig að erfitt var að halda stefnunni upp í vindinn.
Gerðar voru nokkrar æfingar, ýmist óviljandi eða af ásetningi, og tókst undirrituðum ekki sumt sem oftast gengur vel í betra veðri. Farið var langleiðina að Víðinesi en tíminn og áreynslan sem til þess þurfti hefði skilað manni í Arnarhreiðrið í skaplegu veðri.
Undanhaldið var svo létt og lipurt.
Vindmælar sýna kl 11:
Geldinganes 16/16/21 m/s
Kjalarnes 18/20/32 m/s
Kv. GHF.