Þetta var farið að virðast vonlaust dæmi hjá Aleksander Doba en hann er á leiðinni frá Dakar í Senegal til Fortaleza í Brasilíu á stórum sérútbúnum kayak, með svefnklefa!
Vegalengdin er um 3500 km og átti að taka 60 daga en hann var búinn að vera á leiðinni í 75 daga 8. jan þegar hann var kominn hálfa leið. Vistir voru þá aðeins eftir til 25 daga.
Í gær fór dæmið að líta betur út, hann virðist vera kominn inn í syðri miðbaugs-strauminn sem liggur til vesturs, enda reri hann 115 km þann dag. Sjá má þessa strauma á:
transatlantic2010.blogspot.com/p/ocean.html
Hins vegar koma frá honum Twitter skilaboð eftir daginn sem eru ekki góð: "My main desalinator has broken down! Now it's up to hand pumping and catching rainwater."
Ég þekki ekki þessar vatnsgræjur - og skil ekki alveg skilaboðin, en e.t.v. þekkir einhver ykkar hvað hann meinar.
Kv. GHF.