Yfir Atlantshafið

06 feb 2011 13:35 #1 by jsa
Replied by jsa on topic Re: Yfir Atlantshafið
Jæja þá er hann bara kominn á leiðarenda
playak.com/news.php?idd=1332149939345

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jan 2011 13:50 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Yfir Atlantshafið
Það vill svo til að ég þekki þennan straum þarna lítillega. Fyrir nokkrum árum, þegar ég var að smíða Flaggskipið sem þið ættuð að þekkja sem hafa róið með mér undanfarin ár, gerðist sá fáheyrði atburður að tvær flugvélar flugu framan á hvoraðra einmitt þarna sem á kortinu er Benguela straumurinn. Tilkynning um hvarf vélanna tveggja kom þegar við vorum að koma úr 3vikna krabbatúr og það var hringt í mig seint um kvöldið sem ég kom heim og við beðnir að fara að trolla eftir líkum með flottrolli.
Við græjuðum okkur og lögðum afstað í 1 til 2 daga siglingu þar sem Strandgæslan hafði fundið annan helming flugfreyju og töluvert af braki á sjónum. Trollið var sett út en ekki fengum við neinar líkams leifar enda komið á fjórða sólarhring frá slysi og fullt af hákörlum á svæðinu. Vélarnar voru frá Luftvaffe þýska flughernum og þeim ameríska. Allt var gert til að finna sem mest úr braki flugvélanna og þegar ég hætti að elta brakið sem flaut þarna á var ég kominn langleiðina að St.Helen. Átti kannski ca 2 til 3 daga eftir með sama áframhaldi. Flugvélar frá báðum löndum flugu stanslaust yfir svæðið og gáfu mér staðsetningu á braki og franska freigátan Florial var þarna líka í þessa viku sem við krussuðum um þetta svæði. Töluvert brak höfðum við uppúr þessu og tvær rauðvínsflöskur sem frakkarnir gáfu mér þar sem ég talaði alltaf frönsku við þá og kaninn og þjóðverjinn áttu erfitt með að skilja. En yfirborðsstraumurinn þarna er ca 1 sml á klst í norðvestur allavegana var það á þessum árstíma sem þetta gerðist sem var í apríl eða mæ. Þarf aðeins að rifja þetta upp samt en þessi leit var sennilega sú yfirgripsmesta sem ég veit um en til að enda þessa sögu þá fundust svörtu kassarnir á 4 þúsund metra dýpi og þá kom í ljós að þjóðverjarnir voru á rangri flughæð á sinni gömlu rússnesku flutningavél sem kom inn í þýska flugherinn með sameiningu Þýskalandana austur og vestur. Það var að vísu ekki flugumferðarstjórn þarna en ég hef það fyrir satt að þessu hafi verið klínt á ´þjóðverjana. En það var mjög lærdómsríkt að vinna með þessum gaurum og þeir voru alveg þrautskipulagðir og prófesjonal og unnu allir mjög vel saman undir stjórn amríkana sem höfðu aðalbækistöðvar í Windhoek.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jan 2011 09:33 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Yfir Atlantshafið
Þetta var farið að virðast vonlaust dæmi hjá Aleksander Doba en hann er á leiðinni frá Dakar í Senegal til Fortaleza í Brasilíu á stórum sérútbúnum kayak, með svefnklefa!

Vegalengdin er um 3500 km og átti að taka 60 daga en hann var búinn að vera á leiðinni í 75 daga 8. jan þegar hann var kominn hálfa leið. Vistir voru þá aðeins eftir til 25 daga.
Í gær fór dæmið að líta betur út, hann virðist vera kominn inn í syðri miðbaugs-strauminn sem liggur til vesturs, enda reri hann 115 km þann dag. Sjá má þessa strauma á:
transatlantic2010.blogspot.com/p/ocean.html
Hins vegar koma frá honum Twitter skilaboð eftir daginn sem eru ekki góð: "My main desalinator has broken down! Now it's up to hand pumping and catching rainwater."
Ég þekki ekki þessar vatnsgræjur - og skil ekki alveg skilaboðin, en e.t.v. þekkir einhver ykkar hvað hann meinar.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 des 2010 11:57 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Yfir Atlantshafið
Mér datt í hug að gá hvernig honum gengi þessu Pólverja á leiðinni til S-Ameríku og hef stundum verið að velta fyrir mér hvernig hægt sé að rétta úr sér, sofa, gera þarfir sínar, elda og annað sem þarf til að lifa af svona lengi.
Honum virðist ganga vel, en þegar við skoðum myndir af farkostinum þá verður skiljanlegt að hann hrekist mjög fyrir vindum ef þeir eru ekki á sömu leið og hann:
www.aleksanderdoba.pl/index.php?option=c...ksander-doba&lang=en
Það er ekki víst að við mundum líta á þetta sem kayak, en hvað sem því líður hlýtur þessi róður að vera þrekvirki.
Það er annars áhugaverður langferðabirgir sem sponsorar hann:
crisisfoodsource.com/index.aspx?gclid=CL...yO36UCFcxO4QodVQrf0g

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 nóv 2010 16:36 #5 by jsa
Yfir Atlantshafið was created by jsa
Hérna er duglegur sjókayakkall sem ætlar að róa frá Afríku til Brasilíu.
transatlantic2010.blogspot.com/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum