Lést í kayakslysi

31 mar 2007 01:35 #1 by Hannes
Replied by Hannes on topic Re:Lést í kayakslysi
Í þessu samhengi er gott að vísa til texta í öryggisbæklingi Kayakklúbbsins en þar stendur:
\"Búnaður á að sjálfsögðu alltaf að miðast við aðstæður, en gott er að búa sig þannig að maður geti verið á sundi í 30 - 40 mínútur og jafnlangan tíma án skjóls í landi.\"

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2007 03:34 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Lést í kayakslysi
Jónas heitinn virðist hafa kólnað niður á aðeins 10-15 mínútum. Um leið og bátur hans sekkur (þá snarversnar staðan) er félagabjörgun slegin út af borðinu og Þá reynir hann að halda sér í bát félagans en hvolfir honum um síðir líka og báðir lenda á sundi. Þetta slys er eins hörmulegt og hugsast má.

Þarna hefði skipt sköpum að vera á bát með aðskildum hólfum eins og flestir ef ekki hreinlega allir hér um slóðir nota.

Annars er furða hvað má róa með mann liggjandi á maganum á afturdekkinu ef það er aðeins einn bátur í spilinu en þá þarf fórnarlambið að vera með góðri meðvitund og með einhvern kraft til að halda sér kyrrum. Við Sæþór höfum nú æft þetta bæði í laug og (stilltum) sjó og vorum nokkuð sáttir. Fórnarlambið er að mestu á þurru nema fæturnir sem dragast í sjónum. Og báturinn klettstöðugur með þetta nýja hlass. Ekkert persónulegt Sæþór..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2007 02:08 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Lést í kayakslysi
Komið hefur í ljós við baðstrendur Evrópu að þar drukkna oft mjög góðir sundmenn sem virðast ofmeta getu sína. Er þetta slíkt dæmi í sjókayaksportinu? Því verður ekki svarað hér, en við megum til með að skoða vel öll svona tilfelli (af nógu er að taka).
Kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 mar 2007 03:03 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Lést í kayakslysi
Þetta er sorglegt eins og öll slík slys. Hvað sem um það má segja er mikilvægt fyrir aðra sem iðka kayak að skoða hvað má af því læra. Mér virðist að þarna hafi verið kayak með einu óskiptu rými og engum flotbelgjum í og slíkur bátur er of þungur til að tæma. Klæðnaðurinn virðist hafa verið blautbuxur og það er ekki nóg um vetur. Mér skilst þetta af sænsku fréttatilkynningunni en vera kanna að ég lesi ekki rétt á milli línanna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 mar 2007 21:56 #5 by Orsi
Lést í kayakslysi was created by Orsi
Orðsending frá Baldvini Kr. í gegnum Halldór Sveinb.:

\"Sl. föstudag lést nokkuð öflugur ræðari í Svíþjóð, þegar kajakinn hans sökk (!) og blautbúningurinn hans hélt honum ekki á lífi.
Félagi hans virðist hafa brugðist mjög rétt við, en tíminn sem fór í að fá aðstoð var of langur miðað við sjó og lofthitastig.\"

sjá hér -
www.karlstadmultisport.com/news.php

og fréttatilkynningu með atburðarás -
www.karlstadmultisport.com/e107_docs/blandat/KMS_20070317.pdf

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum