Fjórir aðrir ræðarar voru á þessum sömu buxum og Svenni, þau Þóra, Eymi, Gunnar Ingi og Lárus, blíðskapar veður var og fagurt þegar við rérum vestur með ströndinni að Gullinbrú, þar var nokkur straumur, útfall þannig að við þurftum aðeins að puða til að komast út aftur úr Grafarvoginum.
Undirritaður var með grænlands árina nýju og þurfti að róa ansi þétt til að halda i hópinn, það tókst nokkurnveginn en kostaði tvær blæðandi blöðrur i hendur,
timbrið er greinilega heldur grófara en Lendalinn. Ég er nú að halda það megi venjast þessu dóti, en i sundlauginni um helgina var hún ansi skemmtileg og gerði ýmiss trix gerleg sem ekki tókust með Lendal.
lg