Siglingastofnun heldur úti vefsíðu með spám um haföldu, sjávarföll og strauma:
vs.sigling.is
Þetta líkan fullnægir ekki alveg þörfum okkar kayakmanna og það hef ég skýrt fyrir Siglingastofnun, en þar hefur sérfræðingurinn og yfirmaður rannsókna, Gísli Viggósson, svarað athugasemdum mínum og spurningum og líkar vel að einhverjir hafi áhuga fyrir málinu.
Þessar spár eru í frekari þróun til að ná nær landi og taka mið af grunnslóð og lögun strandar og megum við skoða það sem búið er að vinna fyrir Suðurnes og Vestmannaeyjar - Landeyjar,
með þeim fyrirvara að eftir er að bæta líkanið með meiri gögnum um randskilyrði og að spáin er aðeins uppreiknuð einu sinni á sólarhring, enda er forritið þungt í keyrslu.
Slóðin er:
www.sigling.is:9000/landeyjar/
Gísli Viggósson er reiðubúinn að halda fyrir okkur fræðslufund með sýnikennslu og nánari skýringum á þessu forriti, en það getur ekki orðið fyrr en í enda jan. n.k. og verður það kynnt nánar - en þið megið fara að hlakka til
Það er mikill fengur að þessum gögnum og ég er viss um að kayakmenn eiga eftir að nota þennan vef mikið þegar tíminn líður.
Kveðja,
Gísli H. F.