Veður og sjólag - fræðslufundur

03 mar 2011 09:48 - 03 mar 2011 12:58 #1 by Sævar H.
Nú í um 2 mánuði hef ég notast við þennan frábæra vef "Ölduspá" sem er tiltækur fyrir Faxaflóa og Landeyjar"höfn" við að plana sjóferðir mínar (þó ekki kayak)Ég verð að lýsa ánægju minni með þær upplýsingar sem þarna er að finna frá degi til dags. Ég bý svo vel að eiga heima efst uppi við útsýnisstaðinn góða , Ásfjall í Hafnarfirði . Með góðum kíki get ég því greint öldufarið útfrá strandlengunni frá Garðskaga til og með að Akranesi. Og er því nokkuð dómbær á ölduspána í raun. Ég mæli með að menn hafi ölduspána til hliðsjónar við sjósókn héðan út frá ströndinni. Og nú bíðum við að fá fræðsluerindi um þennan spávef.

Ölduspá fyrir Faxaflóa
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 jan 2011 17:42 #2 by Gíslihf
Fyrirhugaður fræðslufundur um vefsíðu og reiknilíkan Siglingarstofnunar um veður og sjólag frestast.

Gísli Viggósson þarf að taka að sér verkefni tímabundið vegna veikinda og viðbætur við líkanið eru ekki alveg tilbúnar.

Við vonumst til að þetta geti orði fyrir loka feb. en það verður kynnt um leið og það liggur fyrir.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 des 2010 01:12 #3 by palli
Frábært mál. Hlakka til að fylgjast með þessu og mæta á kynningarfund þegar þar að kemur.

Þetta lítur vel út og verður fínt að fylgjast með góðum surf aðstæðum í Sandvík t.d. - ekki veitir manni af að æfa sig í slíkum aðstæðum :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 des 2010 18:31 - 01 des 2010 20:51 #4 by Gíslihf
Siglingastofnun heldur úti vefsíðu með spám um haföldu, sjávarföll og strauma: vs.sigling.is

Þetta líkan fullnægir ekki alveg þörfum okkar kayakmanna og það hef ég skýrt fyrir Siglingastofnun, en þar hefur sérfræðingurinn og yfirmaður rannsókna, Gísli Viggósson, svarað athugasemdum mínum og spurningum og líkar vel að einhverjir hafi áhuga fyrir málinu.

Þessar spár eru í frekari þróun til að ná nær landi og taka mið af grunnslóð og lögun strandar og megum við skoða það sem búið er að vinna fyrir Suðurnes og Vestmannaeyjar - Landeyjar, með þeim fyrirvara að eftir er að bæta líkanið með meiri gögnum um randskilyrði og að spáin er aðeins uppreiknuð einu sinni á sólarhring, enda er forritið þungt í keyrslu.
Slóðin er:
www.sigling.is:9000/landeyjar/

Gísli Viggósson er reiðubúinn að halda fyrir okkur fræðslufund með sýnikennslu og nánari skýringum á þessu forriti, en það getur ekki orðið fyrr en í enda jan. n.k. og verður það kynnt nánar - en þið megið fara að hlakka til :)

Það er mikill fengur að þessum gögnum og ég er viss um að kayakmenn eiga eftir að nota þennan vef mikið þegar tíminn líður.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum