Síðasti róður ársins á gamlársdags morgun verður á hefðbundnum tíma mæting kl. 9.30 og lagt af stað kl.10.00.
Það er útlit fyrir milt veður og því tilvalið að róa i hópi góðra félaga út i Viðey. Stefnan er að fara suður fyrir og taka kaffistopp i sólskálanum,boðið verður uppá veitingar i boði klúbbsins þó eru menn og konur hvött til að taka hitabrúsa með drykkjum.
Áætlað er af fara sömu leið til baka þannig að þetta verður ekki mjög langur róður.
Munið að taka með skjólflíkur til að nota i stoppinu.
Endilega tilkynnið þátttöku á þessum þræði.
lg :--)