Mannanafnanefnd var falið að halda utanum hverjir mættu í þennan síðasta róður ársins á vegum Kayakklúbbs Reykjavíkur. Þetta er einn elsti siður klúbbsins og alltaf fjölgar þeim félögum sem sjá sér fært að mæta. Í þetta skiptið komu 32 og það telst vera met.
Eftirfarandi mættu:
Páll formaður, Gummi Breiðdal, Lárus, Kolbrún Sif, Halldór, Egill, Svavar, Atli á parkettinu, Einar á pointinum, Gunnar Ingi, Daníel, Sveinn Axel, Gísli HF, Írinn Timm, Grit frá Danmörku, Gísli gjaldkeri, Siggi málari, Smári, Andri málari og suðurnesjamaður, Þórólfur Matt og Jóna, Hafþór og Gerður með Sigga Hlö, bræðurnir Maggi og Sigurjón á Greenland Pró, Páll, Þórsteinn og Þorbergur rafvirki,Eymi og Erna og Þóra á stóra éppanum.
Gleðilegt ár og farsæl komandi ár,
Ingi
PS:Endilega leiðréttið mig ef ég hef klikkað á einhverjum