Við Gunnar Ingi, Lárus, Páll R og Þorbergur mættum í morgun, á fallegum laugardagsmorgni í 3-5 stiga frosti. Stefnan tekin á NV Viðeyjar. Fótstigið hjá Þorbergi brotnaði, svo hann tók land á eyðinu, en við hinir rérum vestur fyrir eynna og tókum allir kaffipásu í Grillskálanum. Rérum svo sömu leið til baka, en þá var komin ágætis alda og 10m/s vindur. Flottur róður eins og alltaf, aldrei þessu vant að þá ar nokkur hrollur í ræðurum eftir landtöku og frágang á bátum
kv
Sveinn Axel