Þetta var hinn besti róður, fékk lánaðan splunku nýjan bát frá Ellingsen, Perception Essence 16 til prufu (www.bournemouthcanoes.co.uk/productpages...n-kayaks/essence.htm). Ástæðan var sú að ég hef verið að hugsa um að ná mér í einhvern góðan plastbát sem gott væri að nota í sörfið. Þessi bátur kom nokkuð á óvart, mjög stöðugur og þægilegur, en það sem ég hreyfst mest að var hversu léttur hann var í veltu og skölli. Nú bíð ég eftir að komast í góðar öldur, og einhver læti, og sjá hvernig hann stendur sig þar :)
14 ræðarar á sjó. Fórum suður fyrir Viðey að kaffiskálanum góða og sömu leið til baka. Með tvo ræðarar á nýjum bátum var ekki þorandi að fara norður fyrir þar sem gátum átt von á 12m vindi
3 drógu sig út og fóru norður fyrir til baka.
Ræðarar: Ingi (á nýjum Whisky), Eymi (að prófa nýjan Perception), Egill, Þórsteinn, Palli, Gummi B., Erna, Þorbergur og félagi, Össi, Lárus, Gunni, Gísli K. og Sigurjón.