Grænlenskir kayakar frá Hnífsdal

25 jan 2011 10:33 #1 by Rúnar
Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, fjallaði í liðinni viku allítarlega um grænlenska kayaka sem verið er að smíða í Hnífsdal. Ísfirðingurinn Halldór Sveinbjörnsson er meðal þeirra sem koma að málinu en hann er mikill aðdáandi þessara báta. Allmargar pantanir liggja fyrir hér á landi. Þetta eru glæsileg sjóför að sjá og augljóslega er hér að myndast ný vídd í kayaksportið.

Hægt er að velja milli tveggja tegunda af grindum og hægt er að velja á milli dúka af þremur gerðum. Hvor grindin kemur í 10 stærðum. „Þú velur þetta bara eins og skó,“ sagði Baldvin Kristjánsson, framkvæmdastjóri Greenland Kayaks, í samtali við mbl.is.

Greinin í heild er hér: www.mbl.is/frettir/innlent/2011/01/19/fy...akarnir_fra_islandi/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum