9 manns reru frá eiðinu í vesturátt undan vaxandi SA átt, en frekar hlýju miðað við árstíma +4°C lofthiti kl 1000. Tíðindalítill róður fyrir utan að norðan við vesturenda Viðeyjar þar sem brimar stundum vegna haföldunar var vindaldan beint á móti og gaman að vera þar sem kerfin mættust, en ekki voru stórar öldur í þetta skipti. Tveir sílamáfar flögruðu þarna um en fýllinn er mættur í sillurnar sínar.
Harðjaxarnir sem mættu voru: Páll, Þórólfur, Sveinn Axel, Lárus, Egill, Maggi, Þorbergur, Orsi og Ingi 11 km lágu í þetta sinn