Æfingaróður þrd. 8. feb. 2011.

09 feb 2011 13:57 #1 by SAS
Allir sjálfbjarga ræðarar velkomnir. Mæting í G.nesið kl 16:30 og á sjó 17:00

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2011 18:43 #2 by Sævar H.
Það er erfitt að nota dagatalið við að áætla sjóróðra þessar vikurnar. Eilíf bræla og hafalda utan skamma stund einhvern tíma dags. En það brá heldur til hins betra í gær þ. 7.feb.. Ég réri til fiskveiða frá Bakkavör á Seltjarnarnesi uppúr hádegi og um 3 sjómílur vestur af Gróttu. Logn var og hæg undiralda inn Flóann. Hitastig sjávar var 0 °C frá Bakkavör og útfyrir Kerlingasker-þá snarhækkaði sjávarhitinn uppí 1°C og hélst svo. Lofthiti var -6°C . Afrakstur sjóferðar var með ágætum eftir 5 klst róður.
;) Nú þarf að æfa kayakróðra þegar fer að hlýna til sjávar....

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2011 18:06 #3 by Gíslihf
Ég kíkti í Geldinganesið nú um kl. 17:30 og það var illa stætt þar, ég held ekki undir 30 m/s. Vindurinn var svo sveipóttur að nær ómögulegt var að taka mynd, nema að standa bak við gámahornið í skjóli. Öll víkin austan við eiðið var moldarbrún.
Hefði einhver misst bát við sjósetningu austan við eiðið hefði báturinn líklega fokið yfir veginn og í sjóinn vestan við eiðið.

Þetta lítur hins vegar vel út á morgun.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2011 21:38 #4 by SAS
Úff, það er spáð 20-22 m/s. Held að ég segi pass og setji stefnuna á miðvikudaginn frekar

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2011 21:06 #5 by Gíslihf
Æfing skv. venju fyrir sjálfbjarga ræðara kl 17 á sjó.

Æ,æ,æ - hvers vegna er maður að koma sér út í þetta?
Hafið þið skoðað veðurspána?

Ég hef allavega orkubita með mér og 2ja lítra kókflösku fram í til að halda stefninu niðri!

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum