Það voru Gísli HF, Þorbergur, Gunnar Ingi, Lárus, Guðm. Breiðdal, Ingi og undirritaður sem mættu í róður í morgun. Vegna austan 13-22 m/s vinds og vaxandi vinds í veðurspám, þá var ákveðið að róa inn Leirvoginn. Enduðum í kaffi við Leirvogsánna sem við rérum upp ca 300-400 m. Eftir kaffi stefndi í skemmtilegt lens, en eins oft, þá hafði aðeins breytt um vindstefnu í SA, þ.a. lensið var ekki eins gott og menn vonuðu. Við vorum 3 sem rérum með grænlenskar árar sem virkuðu ágætlega í rokinu.
kv
Sveinn Axel