Félagsróður 12. febrúar

12 feb 2011 21:30 #1 by Ingi
Það voru miklir reynsluboltar sem reru. Ákvörðun um að róa inní Leirvog var að undirlagi Gísla HF. Það er mikilvægt að láta skynsemina ráða þegar vindur er svona mikill eins og varð, sérstaklega í éljum undir hádegið. Það er landluktur vogur þarna og lítil hætta á að reka út á haf ef eitthvað ber útaf. Semsagt þó að vindurinn og kuldinn hafi verið í óþægilegri kantinum var alltaf öryggið í fyrirrúmi. Nokkrar myndir frá þessari fínu ferð:

picasaweb.google.com/IngiSig/RecentlyUpd...#5572823372472596034

kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 feb 2011 21:19 #2 by Gíslihf
Það er ljóst að róður í þessum vindi og hviðum gekk vel vegna þess að hópurinn var skipaður öflugum og reyndum félögum.

Mig langar að bæta við þessa frásögn, að róður inn Leiruvoginn er aðeins mögulegur nálægt háflóði. Í dag var flóð um 12:30 og við komum í land þarna við flugvöllinn um 11:30 og áttum þá háflóðið eftir. Annars getur flætt undan manni og það er varla vinnandi vegur að draga kayak niður leirurnar þarna 1 km út að sjó!

Ég fór upp ána þarna eftir vinnu 9. sept. s.l. haust og þá var stórstreymi og háflóð +4,5 m og það gerist ekki hærra hér um slóðir, kl. 18:56 skv. almanaki HÍ. Ég réri bókstaflega yfir grasi gróna bakka og komst langleiðina upp undir brúna á þjóðveginum.

Það var haustblíða og ekki skemmdi fyrir að Smári félagi okkar birtist á árbakkanum og bauð mér í kaffi með kræsingum, en hann býr þarna rétt við ána.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 feb 2011 19:41 - 12 feb 2011 19:44 #3 by SAS
Það voru Gísli HF, Þorbergur, Gunnar Ingi, Lárus, Guðm. Breiðdal, Ingi og undirritaður sem mættu í róður í morgun. Vegna austan 13-22 m/s vinds og vaxandi vinds í veðurspám, þá var ákveðið að róa inn Leirvoginn. Enduðum í kaffi við Leirvogsánna sem við rérum upp ca 300-400 m. Eftir kaffi stefndi í skemmtilegt lens, en eins oft, þá hafði aðeins breytt um vindstefnu í SA, þ.a. lensið var ekki eins gott og menn vonuðu. Við vorum 3 sem rérum með grænlenskar árar sem virkuðu ágætlega í rokinu.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum