N1 - kayakklúbburinn !

15 feb 2011 21:22 #1 by Larus
Replied by Larus on topic Re: N1 - kayakklúbburinn !
Úff "Enneinn kayakræðarinn" að laumast á korkinn,
mér finnst þetta enneinn kayakskírteini alveg frábært, kostaði okkur ekki krónu, sparaði okkur vinnu og klúbbinn útgjöld, "tær snilld" eins og æsseiv. En auðvitað verður einhver að axla ábyrgð -annað er ótækt og ótraustvekjandi. Spurning hvort formaðurinn verði látinn taka pokann sinn þegar hann er búin að græja kort fyrir þá sem það kjósa eða ég, reyndar er ég alveg óbreyttur stjórnarmaður sem ber enga ábyrgð og geri sjaldnast nokkurn hlut .......nema ég var ginkeyptur fyrir þessu Enneinnkorti - svei svei. En satt að segja þá er ég farin að nota kortið og safna punktum sem ég nota svo og margfalda virði þeirra þegar inn detta girnileg tilboð td. á flatskjá eða matvinnsluvél !!!!

En allavega verður málið rætt á vettvangi stjórnar, það væri við hæfi að halda næsta fund á Enneinn-sjoppu einhvernstaðar og drekka kaffi fyrir söfnunarpunktana sína :--) lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2011 14:39 #2 by palli
Replied by palli on topic Re: N1 - kayakklúbburinn !
Það kom að því að það fauk aðeins í sjálfan hringfarann :) Ekki hefur reynst auðvelt að æsa hann upp hingað til. Gott alla vega að þetta létti á hugarangri samt að tjá sig svona umbúðalaust á þessum fína korki okkar. Gaman að þessu.

En varðandi þetta kortamál þá skulum við ekki ergja okkur á allri stjórninni, það var engan veginn full samstaða um þetta N1 mál innan hennar. Persónulega er ég ekki fylgjandi tengingu sem þessari og hélt satt að segja að þetta yrði ekki svona hreinræktað N1 kort með nafni Kayakklúbbsins í smáa letrinu. Tek samt á mig fulla ábyrgð vegna þessa máls þótt ég muni EKKI stinga þessu korti í neitt líkamsop.

Hins vegar var pælingin sú að þetta sparar klúbbnum bæði gerð kortanna og útsendingarkostnað sem eru samtals nokkrir tugir þúsunda og það var nú aðal röksemdin fyrir því að fara út í þetta. Þeir sem vilja ekki sjá þetta kort fá vonandi bara út úr því nokkra ánægju að misþyrma því og fleygja í ruslið.

Það er ótækt að mætir klúbbmeðlimir geti ekki látið sjá sig með þetta umdeilda kort þannig að ég mun persónulega föndra klúbbskírteini fyrir þá og byrja á Gísla og Eyma og geri það með glöðu geði. Ef fleiri vilja sérhannað kort sér að kostnaðarlausu, endilega látið mig vita - pall@decode.is.

Ég hef fullan skilning á því að það séu ekki allir sáttir við það að fá svona kort án þess að hafa beðið um það og er ekki viss um að það verði endurtekið. Spurning samt hvort það sé ekki best að slaka aðeins á og taka eins og eina veltu í huganum áður en maður lætur of mikið vaða á korkinn.

Anda inn - anda út...

Bestu kveðjur

Palli Gests

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2011 14:23 - 15 feb 2011 14:25 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re: N1 - kayakklúbburinn !
Svakalegt drama er þetta strákar. Þið látið eins og þetta jafngildi því að ganga með lófastóran hakakross á brjóstinu frá morgni til kvölds. Við erum að tala um kort í veski. Afleiðingarnar verða auðvitað óskaplegar. Flærðarlegt afgreiðslufólk í Útilíf eða Sportbúðinni hringir símtal svo lítið ber á og klagar í næsta komrat og hneykslið opinberast er það ekki?

Og svo komast blöðin í málið.
Forsíðufrétt á DV:

Sást á vettvangi með N! kort!

-"Hann var flóttalegur til augnanna þegar hann reynda að þvinga út afslátt, segir afgreiðslustúlka sem var ein í versluninni þegar atvikið átti sér stað. Fékk áfallahjálp. Mannsins leitað."

-"Nauðsynlegt að herða reglur að mati formanns Allsherjarnefndar."
-"Svartur blettur á Kayaksamfélaginu, segir forseti Hæstaréttar."
-"Trúi ekki að þetta hafi gerst, segir innanríkisráðherra."

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2011 13:29 #4 by eymi
Replied by eymi on topic Re: N1 - kayakklúbburinn !
Ég er nú í svipaðri stöðu og Gísli, get ómögulega látið sjá mig með kort frá N1 þar sem stærsti kúnninn minn er Olís B) og er ég með fínan afslátt á flestu sem þeim tengist.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 feb 2011 21:35 #5 by Sævar H.
Góður pistill hjá þér Gísli. Já ég held að það sé einn versti staður sem virkur kayakræðari getur stungið kortinu í- eins og þú leggur til. Frekar að klippa það. :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 feb 2011 21:19 #6 by Gíslihf
Jæja - ég held ég verði að draga til baka síðustu málsgreinina í næsta pósti hér á undan. Það er reyndar ótrúlega góð tilfinning að tjá sig svona umbúðalaust - en getur endað með leiðindum ef maður bakkar ekki svolítið og jafnvel biðst afsökunar ef sú staða kemur upp.

Þetta eru náttúrulega allt vinir mínir í stjórninni og ég vil síður að þeir verði sárir í sitjandanum því að Það reynir oft á allan skrokkinn í þessum frábæru róðrum okkar.

Bestu kveðjur,
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 feb 2011 19:25 #7 by Gíslihf
Ég var að fá klúbbkortið sent heim nú um síðir og brá nokkuð þegar ég sá það. Ég var reyndar búinn að lesa í pósti formanns að þetta væri í samvinnu við N1, en ég hélt að þar væri um hógværa styrktarlínu að ræða en ekki yfirtöku.

Það fór þá aldrei svo að ég kæmist ekki í stjórnarandstöðu í klubbnum mínum. Ég hef til þessa verið stoltur að sýna klúbbkortið, en nú er þetta tryggðarkort olíufélags með nafni mínu og klúbbsins smáletrað á bakhliðinni.

Ég mun ekki nota þetta kort og nota reyndar aldrei tryggðarkort. Mér þykja þau minna á hina gömlu tíma kaupmannanna sem höfðu öll ráð alþýðunnar í hendi sér og vera andstæð heilbrigðri samkeppni. Ef þið áttuð ekki ömmu eða afa eins og ég, sem lentu í slíkum viðskiptum, þá getið þið lesið um slík viðskipti Bjarts í Sumarhúsum.

Þar að auki er ég annar tveggja starfsmanna hjá Neytendastofu, sem hafa yfireftirlit með því að mælikerfi þau sem eldsneytið fer um, séu lögleg og hafi verið prófuð, löggilt og innsigluð á réttum tíma. Það væri því fráleitt að ég sæist með slíkt kort.

Ég veit upp í hvað ég á að segja sumum að stinga þessu korti - ætli ég klippi það ekki bara sjálfur.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum