Það kom að því að það fauk aðeins í sjálfan hringfarann
Ekki hefur reynst auðvelt að æsa hann upp hingað til. Gott alla vega að þetta létti á hugarangri samt að tjá sig svona umbúðalaust á þessum fína korki okkar. Gaman að þessu.
En varðandi þetta kortamál þá skulum við ekki ergja okkur á allri stjórninni, það var engan veginn full samstaða um þetta N1 mál innan hennar. Persónulega er ég ekki fylgjandi tengingu sem þessari og hélt satt að segja að þetta yrði ekki svona hreinræktað N1 kort með nafni Kayakklúbbsins í smáa letrinu. Tek samt á mig fulla ábyrgð vegna þessa máls þótt ég muni EKKI stinga þessu korti í neitt líkamsop.
Hins vegar var pælingin sú að þetta sparar klúbbnum bæði gerð kortanna og útsendingarkostnað sem eru samtals nokkrir tugir þúsunda og það var nú aðal röksemdin fyrir því að fara út í þetta. Þeir sem vilja ekki sjá þetta kort fá vonandi bara út úr því nokkra ánægju að misþyrma því og fleygja í ruslið.
Það er ótækt að mætir klúbbmeðlimir geti ekki látið sjá sig með þetta umdeilda kort þannig að ég mun persónulega föndra klúbbskírteini fyrir þá og byrja á Gísla og Eyma og geri það með glöðu geði. Ef fleiri vilja sérhannað kort sér að kostnaðarlausu, endilega látið mig vita - pall@decode.is.
Ég hef fullan skilning á því að það séu ekki allir sáttir við það að fá svona kort án þess að hafa beðið um það og er ekki viss um að það verði endurtekið. Spurning samt hvort það sé ekki best að slaka aðeins á og taka eins og eina veltu í huganum áður en maður lætur of mikið vaða á korkinn.
Anda inn - anda út...
Bestu kveðjur
Palli Gests