Æfingaróður 15. feb. 2011.

17 feb 2011 16:34 #1 by Ingi
Hér er linkur á hina fræknu ferð. Því miður náðust ekki myndir af þessu roki norðan Þerneyja eða af surfinu suður að nesinu. Menn áttu þá í fullu fangi að halda sér á réttum kili. En þetta var byrjunin:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2011 09:28 #2 by eymi
Frábær róður, þeir sem börðust við Ægi í gær voru Lárus, Gísli HF, Gunnar Ingi, Sveinn Axel, Ágúst Ingi, Páll R og Eymi. Það voru hörku átök þarna norðan Þerneyjar og einstaklega skemmtilegt að sörfa yfir á Geldinganesið.

En þetta varðandi N1 kortið var nú bara djók hjá mér og ristir grunnt, en það er gaman að fylgjast með því hvernig menn eru farnir að bíta í segulrandir í stað skjaldarrandir :silly:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2011 22:33 #3 by Orsi
Nú tíðkast hin breiðu spjótin Gísli. Stefnir í mikla ritdeilu og vér fylgjumst spenntir með.

Allt um það. Nú hefur hefur hið blásaklausa orð kortarauf fengið merkingarauka og hann ekki par siðsamlegan.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2011 22:11 #4 by Gíslihf
Frábær róður sem endranær.

Það voru sex riðvaxnir félagar auk mín sem ýttu úr kaldri vör skömmu eftir háflóð. Lognið sem lá yfir sléttum sjó við eiðið var svikalogn sem oft fyrr, upp við Esju var myljandi rok og eins og búast mátti við fór það að taka okkur glímutökum í Þerneyjarsundi.

Norðan við Þerney voru svo rokur og ágjöf. Þá reynast bátarnir misvel og miklu skiptir hvernig þeir eru hlaðnir, hjá mér getur ein 2ja lítra kók í framlest gert gæfumuninn. Síðan voru teknir góðir sprettir á undanhaldinu og ég þurfti að halda í við gæðinginn af ótta við að hann stingi sér kollhnís í öldudal.

Þessir hraustu menn bregða sér hvorki við sár né bana, en þó sást nokkur kvíðasvipur á Lárusi, þeim eina úr stjórninni, einkum var hann var um sig þegar hann var að skipta um föt.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum