Súðbyrðingur

16 feb 2011 20:34 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Súðbyrðingur
Ætli gömlu góðu sjóskinnklæðin sem vermenn notuðu fyrrum, séu ekki bara nokkuð góð fyrir kayaksportið ? Þau eru lýsisborin og því góð í að lægja brotsjóina velti maður óvænt. En lyktina er ekki allra að þola og þá er bara að halda sig vindmegin við þann lýsisborna. :(
Datt þetta í hug nú þegar hinir reynslumiklu gerast fornir í máli og hugsun... ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2011 11:14 #2 by Gíslihf
Súðbyrðingur was created by Gíslihf
Eftir róður í gær fór ég ásamt eiginkonu minni og sá Súðbyrðing. Það er fræðandi og skemmtileg heimildamynd og vakti upp góðar minningar frá klúbbferð okkar um Breiðafjörð sumarið 2008, en þá var tekið á móti okkur í bátasmiðjunni í Hvallátrum.

Íslensk tunga er auðug af orðum tengdum sjósókn, súðbyrðingur er eitt þeirra, en súð er skarsúð, orðið er einnig notað um þök, þar sem næsta borð fyrir ofan skarast yfir það neðra og eru þau saumuð saman með hnoðum. Segja má að för okkar séu sléttbyrðingar, um þrír riðfaðmar að lengd og flest þeirra geta farið um riðasjó og staðist riðöldu meðan vanur maður stýrir för.

Eigi hirði ég að spinna hinn fyrri þráð lengri eða ríða þar burt við einhvern minna ágætu félaga, enda hefur löngum þótt hygginna manna háttur að bæla flet eigi lengur en eina nótt í senn og riðnálar henta betur til að riða þennan vef okkar en hin breiðu spjót. Enginn frýr Örlygi vits né þekkingar á íslensku máli og veit hann vel að orð eins og riðvaxinn eða riðgála merkja annað en flestir af kynslóð hans mundu ætla.
Vil ég því frýja honum að setja saman riðhenda vísu um efnið.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum