Stór "straumur".

20 feb 2011 12:57 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Stór "straumur".
Í mínu "ungdæmi" var Geldinganes eyja 2x á sólarhring. Það þurfti ekki stórstraum til að flæddi yfir eiðið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 feb 2011 12:40 - 20 feb 2011 12:42 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Stór "straumur".
Ég fór til að sjá flóðið með eigin augum í morgun en myndavélin réð illa við dimmuna, enda var skýjað og morgunskíman lítil kl. hálf átta, sjá þó hér 3 myndir og það var rétt hjá Steina, það hefði mátt setjast í kayakinn beint af pallinum: picasaweb.google.com/gislihf/M201102?aut...#5575744981980565026

Ekki gat ég ekið að gámum okkar, það flæddi yfir veginn á kafla og ég dró því fram stígvélin og fór inn í hlýjan kaffigáminn. Aldan gutlaði við planka og steina undir pallinum. Ef aldan hefði verið jafn mikil og í gær hefði einfaldlega gefið yfir pallinn.

Nú finnst mér Geldinganes ekki vera nes lengur heldur "Geldingaey" eftir að hafa staðið uppi á höfðanum og horft yfir svæðið.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2011 13:40 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Stór "straumur".
Nú er að vera á réttu róli. Það er nefnilega stórstraumsfjara líka. Og hún er ekkert smávegis. Það er óravegalengd frá pallinum og að fjöruborði þegar best lætur og mjög grunnt eftir að á sjó er komið. Þetta snýst síðan við á stórstraumsflóðinu - sex tímum síðar. Þetta er mikið náttúruspil.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2011 09:49 #4 by Steini
Replied by Steini on topic Re: Stór "straumur".
Verður ekki bara sjósett beint af pallinum ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 feb 2011 21:30 #5 by Gíslihf
Stór "straumur". was created by Gíslihf
Sumir njóta þess að fylgast með náttúrunni og róa við óvenjulegar aðstæður.

Á sunnudagsmorgun 20. feb. kl. 7:38 segir almanak HÍ að verði stórstraumsflóð 4,6 m yfir viðmiðunarfjöru en það fer nú saman fullt tungl og staða næst jörðu. Þetta virðist mér vera meiri flóðhæð en nokkurn tíman árið 2010 og mun aðeins henda einu sinni aftur á þessu ári, þ.e.föd. 28. okt. kl. 6:53. Nokkuð djúp lægð verður fyrir SV land skv. veðurstofunni en nær ekki til okkar, annars mundi það hækka flóðið enn meir. Við svona aðstæður er sumstaðar hægt að róa upp á tún!

Auðvitað verður flóðhæð líka mikil á laugardagskvöld (kl.19:22) og sunnudagskvöld (kl.20:03)en verður þó 20-30 cm lægri skv. easytide.com

Það er spáð A 10-12 m/s við Geldinganesið allan tímann þar til á sunnudagskvöld þegar vindurinn á að vera að detta niður.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum