Ég fór til að sjá flóðið með eigin augum í morgun en myndavélin réð illa við dimmuna, enda var skýjað og morgunskíman lítil kl. hálf átta, sjá þó hér 3 myndir og það var rétt hjá Steina, það hefði mátt setjast í kayakinn beint af pallinum:
picasaweb.google.com/gislihf/M201102?aut...#5575744981980565026
Ekki gat ég ekið að gámum okkar, það flæddi yfir veginn á kafla og ég dró því fram stígvélin og fór inn í hlýjan kaffigáminn. Aldan gutlaði við planka og steina undir pallinum. Ef aldan hefði verið jafn mikil og í gær hefði einfaldlega gefið yfir pallinn.
Nú finnst mér Geldinganes ekki vera nes lengur heldur "Geldingaey" eftir að hafa staðið uppi á höfðanum og horft yfir svæðið.
Kveðja, GHF.