félagsróður 19.02

19 feb 2011 18:21 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Re: félagsróður 19.02
Þegar úthaldið er nánast uppurið og félaginn enn svona frískur og léttur, þá hugsa menn sitt. Afsakanir fljúga á stað.

Sú grænlenska er ekki að skila sömu vinnu í hverju árataki, þ.a. nauðsynlegt er að róa örar til að halda sama hraða, sem þreytir fullvaxna sem eru ekki í toppformi.

Frábær róður, sér í lagi lensið. Þar virkaði sú grænlenska með ágætum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2011 17:26 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: félagsróður 19.02
Þetta var vont og smá versnaði eftir því sem á leið. Nei annars þetta gefur lífinu gildi að fara alveg uppað getumörkum öðruhvoru.

Whiskyinn var mjög góður á lensinu að þessu sinni, skeg og alles í fínu lagi. Að vísu var komið eitthvað af sjó í hann þegar að Viðey kom en það gerði nú lensið bara skemmtilegara.

Eins og fram kom hjá Lárusi var eitthvað um að menn skiptu um árar þegar farið var í að baxa heim á leið. Ég væri líklega ekki enn kominn ef ég hefði ekki skipt yfir í skóflurnar og fengið mér eitt Mars í byrjun síðasta leggs.

Fínn róður þó að austanáttin hafi verið stíf á heimleiðinni. Menn sögðu að leggurinn frá kaffistoppi og að Fjósakletti hafi tekið 40 mínútur. Þaraf voru ca 20mín bara að baxa frá Viðey að Fjósakletti.

Vetrarróður af bestu sort.

Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2011 16:46 #3 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Re: félagsróður 19.02
Daginn drengir

Setti inn nokkrar myndir af sjósetningunni hér.

picasaweb.google.com/kayakklubbur/FelagsroUr19022011Sjosetning#

GUMMIB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2011 16:33 #4 by Larus
félagsróður 19.02 was created by Larus
Nokkrir ræðarar mættu i Geldinganesið í morgun, töluverður vindur var af austri og var því tilavalið að byrja á móti vindinum austanmegin, tveir ræðarar þeir Maggi og Gísli fóru i veltuvík til æfinga þar sem þeir voru tímabundnir, Sveinni, Páll R, Ingi, þorbergur og undirritaður fóru undan vindi og öldum út fyrir Viðey á góðu skriði. Heimferðin var heldur tafsamari þar sem vindinn hafði ekki lægt eins og menn voru að reikna með, á móti vindinum höfðu menn ýmsa tilburði til að auka hraðann og létta róðurinn, skipta i minni árablöð og styttri ár, skipta út grænlenskum yfir i lendal eða keppnisskóflur, helst bar á þessum tilburðum hjá þeim ræðurum sem róa sænskum flatbytnum með wisky hólfi. Undirritaður lét þá grænlensku duga allan tímann enda eðalgræja sem virkar vel i öllu en þeir wisky menn voru með skýringarnar á hreinu og sögðu að ég væri svo rýr og pervisinn að ég tæki ekki á mig vind. :--) lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum