Nokkrir ræðarar mættu i Geldinganesið í morgun, töluverður vindur var af austri og var því tilavalið að byrja á móti vindinum austanmegin, tveir ræðarar þeir Maggi og Gísli fóru i veltuvík til æfinga þar sem þeir voru tímabundnir, Sveinni, Páll R, Ingi, þorbergur og undirritaður fóru undan vindi og öldum út fyrir Viðey á góðu skriði. Heimferðin var heldur tafsamari þar sem vindinn hafði ekki lægt eins og menn voru að reikna með, á móti vindinum höfðu menn ýmsa tilburði til að auka hraðann og létta róðurinn, skipta i minni árablöð og styttri ár, skipta út grænlenskum yfir i lendal eða keppnisskóflur, helst bar á þessum tilburðum hjá þeim ræðurum sem róa sænskum flatbytnum með wisky hólfi. Undirritaður lét þá grænlensku duga allan tímann enda eðalgræja sem virkar vel i öllu en þeir wisky menn voru með skýringarnar á hreinu og sögðu að ég væri svo rýr og pervisinn að ég tæki ekki á mig vind. :--) lg