æfingarróður 01. mars

03 mar 2011 17:32 #1 by Sævar H.
" Ég hef hins vegar talið öruggara að vera aftast í hópnum þannig að enginn kæmi að mér óvörum!"

Þú ert svalari en ég, Gísli. Ég hef ekki minna en heilan dag á milli- meira öryggi. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 mar 2011 13:00 #2 by eymi
Tja... ekki grunaði mig neitt illt, en maður veður kannski meira á varðbergi gagnvart róðrarfélögunum hér eftir heldur en náttúruöflunum :woohoo:

En þetta er ekki svo vitlaust, bara hafa þetta sem þegjandi samþykki svo túrarnir endi ekki með slagsmálum og áraskilmingum við gámana :laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 mar 2011 11:58 #3 by Gíslihf
Þarna er þá komin skýringin á því hvers vegna sumir eru alltaf í flengspretti vel á undan - þeir eru hræddir um að verða velt að "vinum" sínum. Ég hef hins vegar talið öruggara að vera aftast í hópnum þannig að enginn kæmi að mér óvörum!

Tvö síðustu skipti hef ég verið í blautbúning og verst var það reyndar í félagsróðri, með þessari löngu kaffipásu í krapi og snjó, enda hálfan daginn að fá eðlilega tilfinningu í lappirnar á eftir.

Ég held að ég hefði reynt til þrautar að lenda ekki á sundi í þeim búningi.

Svo er það að athuga, að eftir erfiðan hvíldarlausna róður verður maður stífur og þegar kuldinn bætist við og ég tala nú ekki um myrkur, þá getur margt klikkað sem gengur vel í sundlauginni.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 mar 2011 11:47 - 03 mar 2011 11:51 #4 by Orsi
Ég held að þriðjudagsfólkið hafi nú gert allsvakalegan skurk í æfingum og tækni á liðnum misserum þannig að ekki þarf að hysja upp neinar brækur þar. Metnaðurinn er mikill og fullyrða má að þriðjudagsvettvangurinn í sjódeildinni jafnast á við gullaldartíma Elliðaánna í straumdeild þar sem menn náðu miklum og góðum tökum á íþróttinni.

Eitt mætti innleiða í þriðjudagsróðranatil gamans, Þrautakóng. Einskonar útfærsla á þessu sem Lárus nefndi.

Þetta með að synda er allt eins góð æfing og hvað annað. Til þess eru nú þessir fínu gallar og félagarnir að nota þá. Menn eru orðnir svo flinkir að þetta gerist varla lengur. Ég "man þá tíð" að varla leið sá félagsróður að ekki hvolfdi a.m.k. einum. Þá voru hinir eins og gráðugir gammar að bítast um að fá að bjarga. Það þyrfti bara æfa sund og félagabjarganir meira ef eitthvað er.

En eitt í lokin: Í einum þriðjudagsróðri fyrir löngu, þá var Eymi að æfa veltur og allt í góðu. Ég glotti síðan til Palla Gests svona upp á hvort félaginn myndi nú sýna sömu tilþrif ef honum hvolfdi fyrirvaralaust. Hugðist ég í þessu skyni elta Eyma og hvolfa honum. Ég bara náði honum aldrei. Munaði minnst einhverjum 10 metrum. Held að Eymi hafi aldrei áttað sig á hættunni sem hundelti hann heillengi með launráð í huga hehe. En þetta er líka frábær æfing þ.e. að gefa opið skotleyfi á sjálfan sig. Minnir að ég hafi kynnst þessu hjá Ísfirðingunum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 mar 2011 10:18 #5 by eymi
Ég er nú á því að við mættum minnka sprenginn og gera meira af því að æfa okkur í veltum, sörfi, rock-hopping og öðrum tækniatriðum. Sjálfur hef ég fyrir mottó að fara aldrei túr án veltu, hef haldið því þannig í næstum 2 ár, eða með einni undantekninu sem ég man eftir :)
Þrátt fyrir þetta klikkaði allt hjá mér ekki alls fyrir löngu! Maður þarf greinilega alltaf að vera á tánum til að halda sér í æfingu.... samt held ég að allir, hversu góðir sem þeir eru, geti klikkað á einhverju tímapunkti
;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 mar 2011 09:22 #6 by Larus
Það er spurning hvernig við bregðumst við þessu, það er ómögulegt að menn séu syndandi eins og selir af því þjálfunin er ekki eins góð og hún ætti að vera, ég rifja upp orð Örlygs til okkar þegar þessir æfingaróðrar voru að festa sér sess, hann hvatti okkur til að vera virkari i veltum i ýmsum aðstæðum, td að ef einn úr hópnum sagði velta og tók veltu þá skyldu hinir fylgja með og velta snöggt án einhverrar sérstakrar uppstillingar. Við segjum jú að þessir æfingarróðrar eru fyrir sjálfbjarga ræðara og það eitt og sér krefst elju og æfinga að vera sjálfbjarga i sem flestum aðstæðum. Hvað segja menn við þessum pælingum, ef menn ætli að róa á þriðjudögum þurfa menn að vera viðbúnir óvæntum veltum eða öðrum uppákomum sem einhverjum dettur í hug að framkvæma og hópurinn fylgir þá eftir.
Þeir sem ekki eru með skothelda veltu fá þá hjálp sem er líka góð æfing fyrir björgunarmanninn og ræðarann en hvetur um leið ræðarann að æfa veltuna betur.
Eða vilja menn bara róða einhverja kílómetra i spreng eins og við höfum verið að gera??

endilega komið með komment á þetta .....lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 mar 2011 17:47 #7 by SAS
Replied by SAS on topic Re: æfingarróður 01. mars
Það skal það hér með viðurkennt að undirritaður er sundmaður gærdagsins.

Klaufaskapur og ekkert annað var tilefni sundsins. En það sýndi sig í gær að endalausar æfingar eru nauðsyn, til þess að geta brugðist sem best við öllum aðstæðum. Hef verið latur að æfa velturnar í vetur í köldum sjónum.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 mar 2011 12:06 #8 by Larus
Nokkrir félagar mættu og réru austur um i flottu veðri, smá vindur og alda en ekkert sem þvældist fyrir. Fórum að Lundey en þar voru ansi stórar öldur sem betra var að þvælast ekki í kringum Lundey fórum við og tókum strikið vestur fyrir Viðey, við skerin mynduðust þessar fínu öldur sem gott var að surfa, þarna gerðist sá skemmtilegi atburður að einn af öflugustu ræðurum klúbbsins var gripin loftlaus á miklu surfi og færður i kaf og endaði kauði á sundi, félögunum til mikillar gleði, að öðru leyti tíðinalausir 15 km. Eymi þorsteinn, Gunnar Ingi Sveinn og Lárus réru.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum