Aðeins þrír ræðarar mættu til leiks í kríkmission í fossá í hvalfirði, en það kom ekki í veg fyrir að ferðin yrði viðburðarrík og skemmtileg. Byrjuðum á að skoða stað í ánni sem er varasamur en okkur leist bara vel á að róa þegar við kæmum niður. Fórum svo og settum súkkuna á kaf í drullu og mokuðum hana upp með árunum, fín upphitun! Áin er grunn og grýtt og eddyin til að stoppa í flest af minni gerðinni þannig að þetta er ekki fyrir alveg nýbyrjaða en samt ekki neitt svakalegt svosem. Nema það var alveg merkilegt að staðurinn sem okkur leist svo vel á var alltíeinu orðinn stórhættulegur þegar það var komið að því að róa hann:unsure: , merkilegt hvað áin er fljót að berja úr manni hrokann!
En mesta fjörið var samt neðst í ánni í \"pooli\" fyrir neðan sakleysilegan c.a. 3m. háan foss en þar komst ég ekki í gegn fyrr en jsa rétti mér endann á árinni sinni og dró mig í land og Raggi synti af hjartans lyst og kafaði hvað eftir annað niður á botn, eins og hann hefði týnt gleraugunum sínum eða eitthað, Mesta og ákafasta kafsund sem ég hef orðið vitni að
Var ég búin að minnast á veðið? Logn hiti sól og blíða!