Ferðaplan sumarsins - Erfiðleikstig

16 mar 2011 20:45 #1 by Sævar H.
Þetta æfingatæki hennar Þóru er álitlegt til heimabrúks. Sennilega er hægt að útbúa sjálfan kayakinn svona heima í bílskúr það eru viðnámin í árina sem málið snýst um. Síðan er hægt að taka klukkutíma róður við misjafnt álag svona eins og á þrekhjóli. Þeir þarna á myndbandinu eru með góða líkamsbeytingu við æfingarnar-bolsnúningur. Síðan fer maður á sjó þrekmikill og með gott áralag og tekst á við sjálfa náttúruna.... Gef þessu stig 4 á kayakskala. :P

Myndbandið hans Örlygs gæti nýst til að æfa lappirnar við að komast úr bátnum- sem er líka gott.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 mar 2011 20:30 #2 by Gíslihf
Mér líst vel á þessa róðrarvél sem Þóra bendir á.

Ekki að slík tæki komi í stað róðra, en það væri fínt að hafa slík tæki í ræktinni þegar maður tekur hringinn þar, eða bara heima í stofu.

Það mundi hins vegar kosta stórfé ef líkja ætti eftir stinningskalda og krappri vindöldu eins og við vorum í áðan NV við Viðey. Þar á móti er ferð á sjóinn alveg ókeypis!

Það er gott að búa á Íslandi.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 mar 2011 00:30 #3 by Orsi
..og þetta..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2011 20:51 #4 by Þóra
Er þetta ekki málið?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2011 12:28 #5 by Össur I
Sammála

Farinn í ræktina :woohoo:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2011 08:51 - 15 mar 2011 09:01 #6 by Sævar H.
Já það er vandasamt að meta kayakferðir til erfiðleikastigs. Það eina sem hægt er að gera með vissu er að meta róðrarvegalengd milli hvíldarstaða og þekktra strauma á leiðinni. Annað er háð veðri og sjólagi. Þar er veðurspá skömmu fyrir ferð mikilvægust og hvernig hún getur haft og hversu mikil áhrif.
Ferð getur auðveldlega breyst úr erfiðleikastigi #1 yfir í erfiðleikastig #4 .Ferðafélögin eru með svona erfiðleikamat ferða. Þá er það miðað við landslag ,dagleiðir og farangur sem borin er. Og þá eru táknin einn -fjórir skór-eftir erfiðleikastigi.
Veðuráhrif eru lítill þáttur þessara stiga-enda alltaf hægt að stopp og hvíla sig. Á sjó eru veður og sjólagsáhrifin mesti þunginn og óvissuþátturinn.
Það er því mikilvægast að kayakræðarar sem fara í langferðir (einn dagur eða meir) geti tekist á við öll stig þeirra erfiðleika sem geta komið uppá í ferð. Sjálfur minnist ég "laufléttrar ferðar" á Þingvallavatn -dagspart.Það hvessti skyndilega með hnúkaþey. Það var mjög stutt í örmögnun þegar landi var loks náð.
Niðurstaða: Kayakræðarar haldi sig í öflugri þrekþjálfun... :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2011 08:40 #7 by SAS
Flokkun hverrar ferðar er og verður alltaf mat miðað við eðlilegar aðstæður og viðmið ef það þarf að breyta áætlaðri róðrarleið vegna veðurs.

Veðrið er víst eitthvað sem við ráðum ekki við. Rétt að gera ráð fyrir að tiltekin ferð geti hækkað um eina ár eða svo vegna vinds ef við erum óheppin og þáttakendur verða að vera undir slíkt búin. Það er rétt að ferðirnar í fyrra á Hestvatn og Suður með sjó urðu erfiðari vegna vinds.

S.l. ár höfum fengið vind á okkur í ferðunum okkar, eins og í Breiðafjörðinn og víðar sem jók erfiðleikastuðulinn um 1 ár eða svo. Vindurinn eykur bara fjölbreytileikan og ævintýraljómann í ferðunum, þ.e.a.s ef allir eru búnir að æfa sig vel fyrir ferðirnar.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2011 22:24 #8 by Össur I
Langar að byrja á að þakka fyrir þetta annars frábæra ferðaplan. Glæsilegt að fá þetta svona snemma í dagsljósið. Vona að ég geti skipulagt mig þannig að ég komist í þær allar, þó það sé frekar ólíklegt en það verður að koma í ljós.

Langar aðeins að koma inná erfleikastigin. Komst því miður ekki í margar ferðir í fyrrasumar og hef þetta því ekki alveg beint frá bónda eins og sagt er, en allavega.

Hringróðurinn um Hestvatn:
Var samkvæmt erfileikastigi ein ár. Þegar upp var staðið var sá róður trúlega eilítið meira en það, tvær? Þar var vindurinn að verki, enda hann það eina sem ræður erfileikastiginu á því svæði.

Suður með sjó:
Miðað við myndirnar og það sem ég las á korkinum um þann róður, bjarganir, tvídrætti, veltur á dráttarbát ofl. var sá róður sennilega einnig ekki samkvæmt plani. Var flokkaður með erfileikastuðli sem tvær árar. Sá róður var sennilega eitthvað nærri þremur eða hvað?

Það er því margt sem getur haft áhrif á hve erfið ferðin verður svo þegar upp er staðið og þurfa ræðarar því trúlega að vera viðbúnir því að ferðar geti auðveldlega hoppað á milli erfileikaflokka, trúlega í báða áttir.

Hlakka til sumarsins
Kv Össur I

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2011 21:47 #9 by Sævar H.
Takk fyrir þetta. Bara aðeins að gára hafflötin og fá smálíf í galskapinn. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2011 21:40 - 14 mar 2011 21:41 #10 by Gunni
Yfirskriftin á þessu þræði gefur til kynna umræðuefnið og er líka óbein vísbending um aðra þræði sem verða um aðra þætti ferðaplansins, T.d. "...Veður og sjólag". eða "...Fugla- og dýralíf" svona til að láta sér detta eitthvað í hug núna.

Núna er hinsvegar rétt að minna nauðsyn æfinga og líkamlegan undirbúning til þess að erfiðleikastigin þvælist ekki fyrir.

Ég biðst afsökunar ef þetta fer illa í ykkur. En hugmyndin var að koma reglulega inn með punkta um ferðirnar og ekki demba öllu á ykkur í einu.

Það eru enn nokkrar vikur í sumarið og 4 mánuðir í hápunkt ferðasumarsins, Breiðafjörð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2011 20:46 #11 by SAS
Kynningin á ferðum sumarsins er núna eingöngu til að félagsmenn geti tekið frá tíma í ferðirnar.

Nánari lýsingu á hverri feferð mun hver fararstjóri setja inn á vefinn okkar. Ekki er ólíklegt að þar verði ferðirnar settar í búning ævintýra og sögu.

Eins og í fyrra þá eru ferðirnar flokkaðar með árafjölda, félagsmönnum til þæginda. Úrval ferða er nokkuð og vonandi er þarna að finna ferð(ir) sem henta öllum félagsmönnum.

Ferðirnar eru flokkaðar með sömu aðferð og í fyrra sem við í ferðanefnd erum mjög sátt við og gefur til kynna við hverju megi búast í hverri ferð.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2011 17:56 #12 by Sævar H.
Nú er búið að birta ferðaáætlun kayakferða sumarsins. Margt gott er í boði. Og kynning ferðanna tekur breytingum . Áður fyrr lögðum við áherslu á ævintýraheim hinna ýmsu staða. Nú er áherslan á erfiðleikastig ferðanna. Svona breytist menningin. Ég óska kayakmönnum og konum góðs ferðasumars. Nú eru það hin ýmsu stöðuvötn sem heilla þegar fagurt er á fjöllum og árin bara ein sem róðurinn krefst.

kveðja. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2011 15:30 #13 by Gunni
Á næstu dögum set ég inn á síðuna ferðaplan sumarsins fyrir hönd ferðanefndar. Það er að venju stútfullt af spennandi valkostum. Áfram verður fylgt erfiðleikastigs kerfinu sem tekið var upp í fyrra, sjá : Erfiðleikastig ferða .

En til þess að það hindri ykkur ekki í að komast í spennandi ferð er rétt að minna á námskeiðin hjá Magga, félagsróðrana á laugardagsmorgnum og sundlaugaræfingar á sunnudögum.
Í sundlauginni er tilvalið að æfa bjarganir, bæði sjálfs- og félagabjörgun. Í heita pottinum er líka lífleg umræða um bestu aðferðir, fallegustu staðina og versta veðrið :)
Verið endilega ófeimin að gera vart við ykkur í lauginni. Aðrir ræðarar þar eru meir en tilbúnir í aðstoð og miðla fróðleik um sportið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum