Já, það var svo sannalega gott sjóveður í dag. Sjálfur var ég vestur af Gróttu við fiskveiðar.Logn og 8-10 °C frost og sjávarhiti 0-3 °C
Ekki fékk ég mikinn frið þarna fyrstu tvo tímana vegna gríðarstórrar höfrungavöðu (hnýðingar). Þeir fóru mikinn. Þeir yngstu kunnu sér ekki hóf og stukku 2-3 metra í loft upp. Mikill gusugangur.
Þeir stærri voru fágaðir- komu með bakuggan og bakið vel uppúr og stungu sér í djúpið . Þeir voru stundum í tveggja metra fjarlægð og hvæstu mikinn.
Ég lét mótor ganga til að þeir áttuðu sig á bátnum - því ekki vildi ég fá einhvern þeirra yfir mig 1-3 tonn að stærð. Og að lokum færðu þeir sig utar .
Sennilega voru þeir í síld eða loðnu. Og svo komu tvö stór hvalaskoðunarskip í selskapinn.
Það skeður ýmislegt á sæ.
En þetta hefur verið góður róður hjá ykkur þarna inni á Sundum.
kveðja, SH