Vorróður 12. mars

12 mar 2011 16:41 - 12 mar 2011 16:53 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Vorróður 12. mars
Já, það var svo sannalega gott sjóveður í dag. Sjálfur var ég vestur af Gróttu við fiskveiðar.Logn og 8-10 °C frost og sjávarhiti 0-3 °C

Ekki fékk ég mikinn frið þarna fyrstu tvo tímana vegna gríðarstórrar höfrungavöðu (hnýðingar). Þeir fóru mikinn. Þeir yngstu kunnu sér ekki hóf og stukku 2-3 metra í loft upp. Mikill gusugangur.
Þeir stærri voru fágaðir- komu með bakuggan og bakið vel uppúr og stungu sér í djúpið . Þeir voru stundum í tveggja metra fjarlægð og hvæstu mikinn.
Ég lét mótor ganga til að þeir áttuðu sig á bátnum - því ekki vildi ég fá einhvern þeirra yfir mig 1-3 tonn að stærð. Og að lokum færðu þeir sig utar .

Sennilega voru þeir í síld eða loðnu. Og svo komu tvö stór hvalaskoðunarskip í selskapinn.
Það skeður ýmislegt á sæ.

En þetta hefur verið góður róður hjá ykkur þarna inni á Sundum.

kveðja, SH :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 mar 2011 13:33 #2 by Gíslihf
Vorróður 12. mars was created by Gíslihf
Það er að koma vor á sjónum þrátt fyrir 10 stiga frost, fuglalífið sýnir það. Við Lundey voru stórir hópar af ritu og öðrum mávi, einnig nokkuð af æðarfugli og skarfi. Veðrð var bjart og stillt, sjór ládauður en ísskæni á svæðinu milli Gufuness og Pólverjabryggju. Þar sem hafflöturinn virtist spegilsléttur var í raun örþunn ísskán á yfirborðinu. Ég valdi að fara með landi út með Geldinganesi en síðan var autt út að Lundey. Þeir sem komu á eftir mér í félagsróður hafa valið aðra leið, því að ég mætti þeim ekki.

Þar sem ég sat í kyrrðinni á sléttu fjörugrjóti neðan við kofann í Lundey með allan þenna sjófuglaskara fyrir augum, varð mér hugsað til annarra landa þar sem mengun spillir, til Japan í skugga hamfara og til Líbýu þar sem einræðisherrann reynir að murka lífið úr stórum hluta þegnanna - þá var ég feginn og þakklátur fyrir að búa hér, innan um "Björnebanden", þó þeir seú búnir að fara með fé okkar eins og þeir fóru með fjárhirslur Jóakims von And.

Við þurfum bara að verja náttúruna fyrir þeim - þér mega ekki fá að ræna hana líka!

Bíð eftir að frétta frá hinum hópnum.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum