Frekar fámennt en afskaplega góðmennt var í Geldingarnesinu morgun. Enga stjörnuræðara var að sjá og höfðu menn á orði að mögulega væri skíðum og skíðaiðkun um að kenna. Frost á bílmæli sýndi -10 C° en vindur með eindæmum hægur og fjörðurinn spegilsléttur. Mættir voru Egill, Þórbergur og undirritaður.
Ákveðið var að byrja á að róa austurfyrir Geldinagarnesið og taka svo Viðey í framhaldi. Þegar komið var út fyrir norðurenda Viðeyjar var ákeðið að þar sem engir stjörnuræðarar væru með í ferð og þeir oftast með eindæmum íhaldssamir væri sennilega rétta færið núna til að bregða útaf vananum og róa eitthvað óhefðbundið. Stefnan var sett á Engey og stutta kaffipásu þar, róa svo inn Reykjavíkurhöfn og skoða hana ásamt nýju Hörpunni frá svona óhefðbundnu sjónarhorni.
Eftir þetta ævintýri var róið með strandlengju Sæbrautar að Laugarnesi og skoðað í ruslakistu Hrafns Gunnl. Áfram var haldið og tekin stutt kaffipása í fjörunni við gamla Sindra Stál. Þegar komið var út fyrir grjótgarðinn við Skarfabakka tók á móti okkur klakabrynja sem reyndist það þykk að nauðsynlegt yrði að sneiða framhjá og róa með strandlengju Viðeyjar þar sem klakinn lá sunnanmegin, við Skarfabakka.
Þegar komið var að Þórsnesi á sunnanverðri Viðeynni var klakinn búinn að bunka sig þar upp líka í sundinu milli Viðeyjar og Gufuness og orðinn það þéttur að erfileikum var háð að komast þar í geng yfir að Gufunesbryggju. Með því að róa svoldið í suðurátt að Elliðarárvog gátum við sneitt frmhjá þessarri brynju, sumir fóru þó að hluta í gegn, svo var róið sem leið lá heim í Geldingarnesið.
Hér er settir niður nokkrir milestones úr þessum 20km róðri sem var í allastaði hreint frábær laugardagsróður í hinu mesta blíðviðri og mega félagsskap.
Bíð eftir að þeir félagar mínir setji inn myndir....
Takk fyrir daginn
Kv Össur I