Massífur róður, frá höfuðstöðvunum og útfyrir norðurenda Viðeyjar. Þrútið loft og þungur sjór og ca 12 metrar af norðan og því tölverður barningur. Útfall á móti norðanáttinni og því mikil alda, með brotum hér og þar.
Upphaflega ætluðum við að hringa Viðey, en við norðurendann var ákveðið að nota vindinn og ölduna til að sörfa til baka... hörkugaman og góð æfing
Kappar voru Eymi, Gísli Hf, Lárus, Palli R og Sveinn Axel.