Félagsróður 19.mars

23 mar 2011 19:36 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Félagsróður 19.mars
Takk fyrir þessa ábendingu Sævar.

Það rifjast upp fyrir mér þegar ég horfi á myndina að ég hef mætt þessum fugli í vetrarróðrum og ekki þekkt hann - en nú veit ég að þetta er sami fuglinn og teistan sem ég þekki í svarta sumarbúningnum og tel vera góðan kunningja minn, gæfan og vinalegan - eins og ég þekki hann úr Vestmannaeyjum og undir Látrabjargi.

Já - Örlygur, það var þegar aldan brotnaði við Dyrhólaósinn og "gleypti" mig svolitla stund. Þegar ég kom upp á ný var ég kominn í hvarf bak við Arnardrang frá því sjónarhorni sem ferðamenn hafa í Dyrhólaey. Þess vegna afi ekki bara í kafi, hann kom ekkert upp aftur og ekki báturinn heldur.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 mar 2011 08:40 #2 by Sævar H.
Fuglinn á myndinni hjá Þorbergi er teista og er í vetrarbúningi. Á sumrin verður svarti liturinn ríkjandi . Skemmtilegur og gæfur fugl, teistan

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 mar 2011 23:27 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re: Félagsróður 19.mars
Við þessa upptalningu mætti bæta alkafara, sem á sér fáa jafnoka hér á landi, en þar er auðvitað átt við afa kafara þá er kafaði Gísli félagi vor af einstöku listfengi í krefjandi brimlendingu í Mýrdalnum svo frægt er orðið - enda rataði fleyg setning dóttursonarins "Afi í kafi" beint í Moggann. Ekki lýgur hann þar sem bleki rjóðuðum fjaðurstaf veldur sjálfur formaðr keppnisnefndar og gullverðlaunahafi úr erfiðasta Hvammsvíkurmaraþoni Íslandssögunnar. Þetta eru engar ýkjur, frekar tónað niður ef eitthvað er.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 mar 2011 22:43 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Félagsróður 19.mars
Takk Þorbergur, það var gaman að sjá þessa hópveltu okkar. Þetta myndband er ljúf samsetning og snjöll hugmynd, sem mætti vinna áfram. Það væri gaman að skoða betur fallegar uppstillingar fyrir hópveltur og ná góðum myndræmum af því.

Þeir andarungar sem við sjáum oftast eru stokkandarungar en sú önd er hálfkafari eins og við kayakmenn. Æðarfuglinn er hins vegar mikill kafari en óðinshaninn, sem mér sýnist vera þarna á myndinni, er aldrei lengi í kafi.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 mar 2011 23:16 #5 by Þorbergur
Hér er eitt lítið myndbrot af leikfimiæfingum ræðara!!


Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2011 16:27 - 20 mar 2011 10:20 #6 by Þóra
10 bátar á sjó í morgun í fallegu vetrarveðri. Róinn var hefðbundinn Viðeyjarhringur. Einn ræðari hann Ragnar að fara sinn fyrsta róður og stóð sig með prýði, skellti sér meira að segja í eina fyrirfram ákveðna félagabjörgun í kuldanum. Já og ekki var kuldinn að stoppa liðið í veltunum, hlakka til að sjá myndir af hópveltunni.
Þeir sem réru í morgun voru Lárus, Sveinn Axel, Guðmundur B, Gunnar Ingi, Gísli, Egill, Þorbergur, Ragnar, Páll og Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum