Fjölmennur hópur mættur í Geldingarnesinu morgun. 17 ræðaðar: Ágúst Ingi, hef hann fyrstan þó hann hafi komið síðastur, Þórsteinn, Páll R, Gummi B, Þóra, Gísli, Gunnar Ingi, Maggi, Sigurjón, Lárus og Kolla, Sveinni og Hildur, Þorbergur og mágur hans Benedikt og Ragnar sem var að róa með okkur í annað sinn. Að einhverjum óskiljanalegum ástæðum var mannskapurinn opinn fyrir breytingum og ákveðið að opna kassann og róa aðra leið en hinn hefðbundna Viðeyjarhring. (var reynt síðasta laugardag en tókst ekki) Þarnar var skemmtileg tilbreyting á ferð og aldrei að vita en þetta verði gert aftur, en samt sennilega ekki ráðlegt að reikna með því
. Undirritaður skipaður róðrarstjóri og fékk ég til liðs við mig þá Svenna til að vera lestarstjóra og Gunnar Inga til að sjá um að moka kolum í vélar síðustu manna. Ákveðið var að róa sem leið lá gegnum Þerneyjarsund og að Arnarhreiðrinu í Kollafirði undir Esjurótum. Nokkur undiralda var í Kollafirði og sköpuðust því hentugar aðstæður til að taka æfingu í míni brimlendingu í fjörunni undir hreiðrinu. Voru vanir menn sendir fyrstir í land og svo einn og einn sendur í einu að landi til hinnar formlegu móttökunefndar. Allt gekk þetta eins og í lygasögu. Sama var gert við sjósetningu eftir kaffistopp, þá var Þóra skipuð stjórnandi og einum og einum ræðara lensað út í einu. Skemmtileg æfing þarna á ferð. Heimleiðin var róin sem leið lá vestur fyrir Geldingarnesið og heim að Gámum. 13,5 km að baki og hinn skemmtilegasti róður. Eitt sem ég verð að minnast á var að einn dráttur (nokkuð langur) átti sér stað á sundunum á heimleiðinni en það gerði lítil til því þarna voru vön hjón á ferð.
Kv Össur I