Félagsróður 02.04.2011

03 apr 2011 10:41 - 03 apr 2011 10:41 #1 by Össur I
þetta var flottur róður. Já þessi undiralda var mjög lúmsk. Ég finn vanalega ekki fyrir sjóveiki, og gerði ekki heldur í gær en sjóriðu var ég með það sem eftir lifði dags.

Kv Össi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 apr 2011 09:19 #2 by Larus
Replied by Larus on topic Re: Félagsróður 02.04.2011
fínn vorróður var þetta með góðum og velskipulögðum æfingum i að taka land og út aftur, svona sjólag eins og við fengum, róleg undiralda sem við upplyfum sjaldan hér hjá okkur er alveg kjörin til að framkalla sjóveiki - sem hún gerði hjá Kollu og þá er ekki annað i stöðunni en að taka dráttinn langa :--) og drífa sig i land,
það var fínasta æfing til að slípa áratökin til að draga allt fúsk gerir að maður kemst ekki neitt áfram, en með fleiri sjóferðum lagast helv sjóveikin vonandi, takk fyrir góðan róður lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 apr 2011 20:10 #3 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Félagsróður 02.04.2011
Þetta var flottur róður í dag og ekki skemdi veðrið fyrir , hér eru nokkrar myndir
picasaweb.google.com/maggisig06/20110402...v1sRgCJO5hayjlZuJcQ#

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 apr 2011 19:47 - 03 apr 2011 10:13 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Félagsróður 02.04.2011
Frábær róður í vorblíðunni. Gaman að sjá svona marga á sjó. Nokkrar umræður um að gera Arnarhreiðrið að félagsaðstöðu Klúbbsins. Þetta er náttúrulega alveg frábær staður en eigandinn er sennilega farinn í afplánun einhverstaðar. takk fyrir fínan róður og frábæra ´róðrarstjórn.
kveðja,
Ingi

nokkrar litmyndir:https://picasaweb.google.com/IngiSig/FelagsroUrIArnarhreiRi?feat=directlink

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 apr 2011 17:49 - 02 apr 2011 17:56 #5 by Össur I
Fjölmennur hópur mættur í Geldingarnesinu morgun. 17 ræðaðar: Ágúst Ingi, hef hann fyrstan þó hann hafi komið síðastur, Þórsteinn, Páll R, Gummi B, Þóra, Gísli, Gunnar Ingi, Maggi, Sigurjón, Lárus og Kolla, Sveinni og Hildur, Þorbergur og mágur hans Benedikt og Ragnar sem var að róa með okkur í annað sinn. Að einhverjum óskiljanalegum ástæðum var mannskapurinn opinn fyrir breytingum og ákveðið að opna kassann og róa aðra leið en hinn hefðbundna Viðeyjarhring. (var reynt síðasta laugardag en tókst ekki) Þarnar var skemmtileg tilbreyting á ferð og aldrei að vita en þetta verði gert aftur, en samt sennilega ekki ráðlegt að reikna með því :P. Undirritaður skipaður róðrarstjóri og fékk ég til liðs við mig þá Svenna til að vera lestarstjóra og Gunnar Inga til að sjá um að moka kolum í vélar síðustu manna. Ákveðið var að róa sem leið lá gegnum Þerneyjarsund og að Arnarhreiðrinu í Kollafirði undir Esjurótum. Nokkur undiralda var í Kollafirði og sköpuðust því hentugar aðstæður til að taka æfingu í míni brimlendingu í fjörunni undir hreiðrinu. Voru vanir menn sendir fyrstir í land og svo einn og einn sendur í einu að landi til hinnar formlegu móttökunefndar. Allt gekk þetta eins og í lygasögu. Sama var gert við sjósetningu eftir kaffistopp, þá var Þóra skipuð stjórnandi og einum og einum ræðara lensað út í einu. Skemmtileg æfing þarna á ferð. Heimleiðin var róin sem leið lá vestur fyrir Geldingarnesið og heim að Gámum. 13,5 km að baki og hinn skemmtilegasti róður. Eitt sem ég verð að minnast á var að einn dráttur (nokkuð langur) átti sér stað á sundunum á heimleiðinni en það gerði lítil til því þarna voru vön hjón á ferð. :woohoo:

Kv Össur I

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum