Íslendingur að róa umhverfis Danmörku

19 júl 2011 18:04 #1 by Gíslihf
Þeir sem hafa fylgst með á vefsíðu Fylkis
www.icekayak.com/
hafa séð að hann er nú hættur, vegna strangra reglna um keppnisróður umhverfis Danmörku. Þar segir að hafa skuli allan búnað með frá byrjun ferðar og gera við sjálfur ef á reynir.
Fylkir var á leið í land austan við Álaborg undan brotöldu og rak árina í botninn skilst mér og hún brotnaði illa. Þetta er koltrefjaár, ég hélt þær væru sterkari en fiberárarnar sem við notum mest. Hins vegar ættum við að geta gert við fíberárar á ferðalagi, en ekki koltrefjaefnið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2011 19:16 #2 by olafure
Ég veit ekki hvað skal segja, mér líst ágætlega á bátinn hjá s-afríkumönnunum nema mér finnst stefnið frekar rúmmálslítið og borðin eru mjög lág. Ég hef litla trú á því að þessi bátur þeirra sé mjög hraður og það væri orkusparandi fyrir þá að fá sér vængár og læra að beita henni. Ég myndi ekki treysta mér á surfski bátnum mínum í þær aðstæður sem geta skapast í svona hringferð eins og staðan er í dag. Báturinn minn er keppnisgræja sem þarf að venjat til að geta róið við ýmsar aðstæður og það er mikil umræða á netinu hjá mönnum sem gengur illa að ná jafnvægi á svona bátum, sumir ná því aldrei og aðrir missa það ef þeir halda því ekki við. Það eru hins vegar til hentug surfski fyrir hinar ýmsu aðstæður m.a. til að veiða á. Það sem surfski hafa almennt framyfir aðrar gerðir sjókayaka er líkamsstaðan og hagkvæmni við að taka land í brimi ásamt því að komast auðveldlega oní bátinn aftur ef maður fer á hvolf. Flest surfski eru þannig að þú situr með rassinn töluvert ofar en hæla þannig að hægt er að beita öllum líkamanum betur við róðurinn, hitt segir sig sjálft varðandi landtökuna. Helsti gallinn við surfski er sá að maður er óvarinn fyrir veðri og því þarf að útbúa sig vel en hver fer á sjó án þess að gera ráð fyrir því að geta lent í sjónum? Annað sem þarf að spá í er að eftir því sem báturinn er mjórri, þeim mun erfiðara er að klifra uppá aftur og það þarf að æfa eins og jafnvægið við róðurinn.
Smá kynning um Fylki, hann var byrjaður að róa sjókayak áður en hann fluttist til DK og það sem fæstir vita um, hann er einn af þeim fáu sem hafa synt yfir Þingvallavatn sem er ein af mestu sundáskorunum þeirra sem synda í opnu vatni á Íslandi. Fylkir æfði sund og hefur keppt í hjólreiðum og hann hefur náð undraverðum árangri á kayak á stuttum tíma. Hann er það hraður að Danskur kayakmeistari (í flokki eldri) hefur þurft að lúta í lægra haldi fyrir honum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2011 14:03 #3 by Gíslihf
Mér virðast þetta vera um 1000 km lauslega mælt á Google Earth. Fylkir er greinilega öflugur keppnismaður og gerir væntanlega áætlanir um ferð sína eftir slíkum leikreglum. Ég fann ekki þessa síðu, en þar hljóta að vera reglur um hvíldartíma, gististaði, veður, öryggismál og ekki síst gerðir kayaka, eins og Hvammsvíkurmaraþonið okkar er þá lítil mynd af. Annars verður alltaf erfitt að bera saman afrek við ólík skilyrði.
Það er eitt sem við í klúbbnum hér hljótum að vera að velta fyrir okkur nú eftir að Ryaan og Dan hófu ferð sína. Það er hvort "sit on top" og "surfski" gerð báta séu hæfir til þess að róa á umhverfis landið. Hvað segir Ólafur um þetta, er hægt að fara á surfski í hringferð?
Ég var oft óþolinmóður á hringferð minni þegar þannig stóð á að ég vildi komast langa leggi, þá þótti mér Explorer vera alger snigill og ég minnst þess á leiðinni yfir Húnaflóa í lítilsháttar vindgáru að mér virtist hann fara aftur á bak sama hvað ég réri!
Hringferð umhverfis Ísland verður hins vegar seint kappróður, sem unnt verður að meta af sanngirni. Þar eru aðrir þættir enn stærri eins og sjómennska/kayakmennska, ferðamennska, úrræði við ýmsum óvæntum atvikum og loks hraði eða afköst.
Gaman væri að fá fleiri vangaveltur um þetta efni.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 apr 2011 07:43 - 05 apr 2011 07:47 #4 by olafure
Fylkir Sævarsson er öflugur ræðari sem hefur sett stefnuna á að róa umhverfis Danmörku í sumar og hann stefnir á að gera það á mettíma. Það er talsverð hefð fyrir þessu hjá Dönum og róðurinn er farinn undir formerkjum kaykfélagsskapar sem hefur sett ákveðnar reglur um þessar ferðir, sjá:
www.havkajakroerne.dk/?page_id=17
Hér er umsögn Fylkis um hraðan sem hann ætlar að halda og ummælum hans þegar ég sagði honum frá ferð Riaan og Jonathan:
"Tel reyndar að það sé fullur grundvöllur fyrir því að setja upp eitthvað sambærilegt á Íslandi, ekki einsog núna að fólk byrjar hér og þar um landið, já sá grein um þessa gaura en hef nú ekki gefið mér tíma til að fylgjast með ævintýrum þeirra. Ég kem til með að taka þetta eins og keppni alla leið en hef sett það þannig upp fyrir mér að ég þurfi á hvíldardögum að halda en þarf auðvitað að vinna fyrir þeim. Markmiðið er að geta hangið sem mest í kringum 10km hraða og að róa í minnst 10 tíma á dag. Að róa í tíu tíma tekur svo 12-14 tíma með matarpásu o.s.frv nú leggst ég í það að vera í bátnum 3-4 tíma í senn og sé útfrá því hversu mikið ég næ að róa á þeim tíma 30-40km er markmiðið. Ef þetta gegnur eftir ætti stuttur dagur að vera 60-70km og langur dagur 100+km, veður og vindar spila einsog þú þekkir mikið inní en í minniháttar meðvindi er ég yfirleitt að róa á 11+km hraða á átaka, svo ég leyfi mér að vera hæfilega bjartsýnn. Upphaf ferðarinnar Vesturströndin er mesta happadrættið og ræðst mikið af því framhaldið hvernig gengur þar. "
Eins og sjá má er enginn smá hraði sem Fylkir ætlar að halda en báturinn sem hann er á er í áttina að vera leiðangursbátur, þó ekki eins hraður og Rapier20. Ferðin verður Styrkt af harðfiskframleiðandanum Gullfiski og hann leggur af stað 1 Júlí. Fylkir er á fullu í undirbúningi og stefnir á að vera búinn að róa 2500 - 3000 km á árinu áður en hann leggur í hann. Meðfylgjandi er mynd af Fylki á Seabird bátnum sínum sem hann kallar Ísbjörninn.
picasaweb.google.com/1047960897951640005...#5578678776879649154

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum