Fylkir Sævarsson er öflugur ræðari sem hefur sett stefnuna á að róa umhverfis Danmörku í sumar og hann stefnir á að gera það á mettíma. Það er talsverð hefð fyrir þessu hjá Dönum og róðurinn er farinn undir formerkjum kaykfélagsskapar sem hefur sett ákveðnar reglur um þessar ferðir, sjá:
www.havkajakroerne.dk/?page_id=17
Hér er umsögn Fylkis um hraðan sem hann ætlar að halda og ummælum hans þegar ég sagði honum frá ferð Riaan og Jonathan:
"Tel reyndar að það sé fullur grundvöllur fyrir því að setja upp eitthvað sambærilegt á Íslandi, ekki einsog núna að fólk byrjar hér og þar um landið, já sá grein um þessa gaura en hef nú ekki gefið mér tíma til að fylgjast með ævintýrum þeirra. Ég kem til með að taka þetta eins og keppni alla leið en hef sett það þannig upp fyrir mér að ég þurfi á hvíldardögum að halda en þarf auðvitað að vinna fyrir þeim. Markmiðið er að geta hangið sem mest í kringum 10km hraða og að róa í minnst 10 tíma á dag. Að róa í tíu tíma tekur svo 12-14 tíma með matarpásu o.s.frv nú leggst ég í það að vera í bátnum 3-4 tíma í senn og sé útfrá því hversu mikið ég næ að róa á þeim tíma 30-40km er markmiðið. Ef þetta gegnur eftir ætti stuttur dagur að vera 60-70km og langur dagur 100+km, veður og vindar spila einsog þú þekkir mikið inní en í minniháttar meðvindi er ég yfirleitt að róa á 11+km hraða á átaka, svo ég leyfi mér að vera hæfilega bjartsýnn. Upphaf ferðarinnar Vesturströndin er mesta happadrættið og ræðst mikið af því framhaldið hvernig gengur þar. "
Eins og sjá má er enginn smá hraði sem Fylkir ætlar að halda en báturinn sem hann er á er í áttina að vera leiðangursbátur, þó ekki eins hraður og Rapier20. Ferðin verður Styrkt af harðfiskframleiðandanum Gullfiski og hann leggur af stað 1 Júlí. Fylkir er á fullu í undirbúningi og stefnir á að vera búinn að róa 2500 - 3000 km á árinu áður en hann leggur í hann. Meðfylgjandi er mynd af Fylki á Seabird bátnum sínum sem hann kallar Ísbjörninn.
picasaweb.google.com/1047960897951640005...#5578678776879649154