félagsróður 9 april

10 apr 2011 18:51 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: félagsróður 9 april
Við fórum allir á Vog nema Gísli H.F. Hann fór í kirkju.
Fengum svo smá meðferð undir brúnni. En það fór allt vel fram.
kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 apr 2011 18:31 #2 by olafure
Replied by olafure on topic Re: félagsróður 9 april
Þið hafið fengið hraðmeðferð á Vogi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 apr 2011 20:35 - 11 apr 2011 08:51 #3 by Larus
félagsróður 9 april was created by Larus
10 kallar mættu til róðrar i morgun ásamt sjaldséðum fugli sem reynar var ekki í róðrarhugleiðingum hinum fyrsta formanni klúbbsins Steina X sem var i húsnæðispælingum og spádómum. Ferðinn var heitið i Grafarvog til að skoða strauminn undir Gullinbrú, það var fínt að skríða með landinu enda talsvert rok sem við fengum reyndar að puða á móti inn Grafarvoginn þar sem við tókum kaffistopp við meðferðarstöðina Vog, eftir kaffi og spjall fukum við til baka að brúnni sem bauð nú uppá talsverðan straum til að æfa sig í, veltur, brace ofl var æft undir brúnni, einnig voru æfðar hópveltur eins og við lærðum að vinum okkar fyrir vestan, ræðar voru Svenni, Gísli K og Gísli Hf, Sigurjón, Eymi, Hörður, Ingi, Páll R og lg.

afsakið ruglið i mér - ég gleymdi hinum kná ræðara Guðmundi Breiðdal sem var með i róðri dagsnins. lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum