Nú er mjög hvasst (sunnud. 10.4.2011 kl. 1730) og því áhugavert að líta á hvað ölduduflin mæla t.d. við Garðskaga, Grindavík, Surtsey og Bakkafjöru. Þá kemur í ljós að þau senda engar upplýsingar nema frá Bakkafjöru. Trúlega er sjórinn slíkur suðupottur að búnaðurinn virkar ekki!
Bakkafjöruduflin (Landeyjahöfn) sýna hins vegar gildi sitt hvoru megin við 5 m.
vs.sigling.is/pages/967
Ölduspá Siglingastofnunar fyrir sama stað og tíma sýnir hins vegar aðeins um 2 m öldu á þessum stað sem er allt of lítið og væri ekki gott ef áætlun Herjólfs færi eftir því.
www.sigling.is:9000/landeyjar/
Ég hef ekki borið þetta saman áður en Sævar var búinn að sjá að spáin hefur staðist vel fyrir svæði hér út af Hafnarfirði.
Kv. GHF.