Já, flott umfjöllum um dugnaðarforka fyrir vestan.
Varðandi okkar eigin aðstöðu hins vegar þá finnst mér of sjaldan þeim þökkuð vinnan sem leggja á sig sjálfboðavinnu sem þarf til að viðhalda henni og betrumbæta.
Eftirfarandi er er á dagskrá húsnæðisnefndar í vikunni eftir páska:
- Kaupa nýjan einangraðan gám og setja í stað karlabúningsklefans til að betra sé að kynda og þurrka aðstöðuna
- Færa gamla gáminn og gera úr honum nýjan geymslugám
- Tengja rafmagn við nýja gáminn og opna á milli
- Setja upp kayakrekka í nýja geymslugáminn
- Saga loftraufar í geymslugámana
- Bera á pallinn
- Mála nýja gáminn og bletta í ryð eins og hægt er
Allir eru velkomnir að mæta og aðstoða við þessa vinnu.
Áhugamenn um góða kayakaðstöðu eru
sérsteklega velkomnir