Vestfirðingar standa fyrir sýnu

12 apr 2011 13:04 #1 by Steini
Vestfirðingarnir ávallt flottir og þá Halldór flottastur.

Hvet menn endilega til að mæta í tiltekt á Geldinganesinu, stefnt er að því að koma með nýjan gám þrijudaginn 26.apríl og setja hann in sem búningsklefa karla, unnið verður í aðstöðunni á þriðjudeginum fram á kvöld, svo verður tekinn einn dagur í viðbót þá vikuna eða helgina eftir.

Stefnt að því að aðstaðan sem við þó höfum verði í sem bestu ásigkomulagi fyrir Reykjavíkurbikarinn og svo er nú afmælisár, klúbburinn varð 30 ára 7.apríl síðastliðinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2011 12:24 #2 by Orsi
Mæti mjök.

Verða ekki annars flórídabitar og dietkók handa verkalýðnum?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2011 10:48 #3 by palli
Já, flott umfjöllum um dugnaðarforka fyrir vestan.

Varðandi okkar eigin aðstöðu hins vegar þá finnst mér of sjaldan þeim þökkuð vinnan sem leggja á sig sjálfboðavinnu sem þarf til að viðhalda henni og betrumbæta.

Eftirfarandi er er á dagskrá húsnæðisnefndar í vikunni eftir páska:

- Kaupa nýjan einangraðan gám og setja í stað karlabúningsklefans til að betra sé að kynda og þurrka aðstöðuna

- Færa gamla gáminn og gera úr honum nýjan geymslugám

- Tengja rafmagn við nýja gáminn og opna á milli

- Setja upp kayakrekka í nýja geymslugáminn

- Saga loftraufar í geymslugámana

- Bera á pallinn

- Mála nýja gáminn og bletta í ryð eins og hægt er

Allir eru velkomnir að mæta og aðstoða við þessa vinnu.

Áhugamenn um góða kayakaðstöðu eru sérsteklega velkomnir :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2011 22:12 - 11 apr 2011 22:13 #4 by Gíslihf
Það er áhugavert að fá þessi ummæli frá starfsmanni Landlæknis (held ég um Ólaf) um jákvæð áhrif róðurins á líkamann og við vitum öll að fótboltinn er hættulegri en bjargsig og "skydiving" eða þá "klettahopp" á kayak.
Ég verð svo að taka undir það að húsnæði Sæfara er allt annað og betra en gámaborgin okkar. Ég reyni stundum að láta dyrnar standa opnar um tíma þegar ég sæki bátinn því að í gámnum er raka og fúkkalykt þó þakka beri þá aðstöðu sem við höfum. Þegar mér var boðið inn í aðstöðu Sæfara á hringferð minni, var báturinn tekinn inn á gólf. Þar var þurrt og hlýtt, hægt að tína allan farangur úr bátnum og gert var við gat fyrir mig á staðnum.
Ég sjálfur var sendur inn í búnings og sturtuklefa en gallinn hengdur upp til þerris. Þarna er hátt til lofts og góð loftræsting og kaffiaðstaða, allt í stóru rými og bátarekkarnir í innri endanum. Trúlega er þetta allt nú að verða enn skemmtilegra.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2011 08:01 #5 by olafure
Það var ljúft að sjá allt of stutta umfjöllun um kayakklúbbinn á Ísafirði í Landanum í gær og Halldór stóð sig vel að venju. Ég hef alltaf sagt það að ég lít öfundaraugum á aðstöðuna fyrir vestan og austan á Neskaupstað því það er eitthvað svo notalegt við þessi gömlu hús sem búið er að ditta að og móta svo vel að starfseminni, eitthvað annað en þetta 2007 skrípi sem búið var að teikna fyrir Geldinganesið. Annað sem gerir starfsemina svo öfluga sem raun ber vitni fyrir vestan en það er að klúbburinn á heilmikið af bátum og búnaði sem hann notar óspart í nýliðastarfið enda held ég að það sé ekki sá krakki á Ísafirði sem hefur ekki prófað að sigla kayak. Kayak og siglingar hafa þar verið hluti af skólastarfi og því má segja að aðgengi barna að siglingasporti þar sé til fyrirmyndar. Halldór kom inná hvað kayaksportið fer vel með líkamann, betur en flestar aðrar íþróttir. Ég gæti ekki verið meira sammála honum í því og það hafa einmitt heyrst háværar raddir hér á Íslandi um það að við séum að búa til kynslóðir öryrkja fyrir framtíðina með því að djöfla börnum út í t.d. boltaíþróttum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum