Fylkir í Mogganum

11 apr 2011 09:46 #1 by olafure
Fylkir í Mogganum was created by olafure
Það er góð grein í mogganum um væntanlega ferð Fylkis Sævarssonar umhverfis Danmörku. Ég var búinn að gleyma frammistöðu hans í Tour de Gudenaa keppninni á síðasta ári. Það er mín skoðun að kayaksportið henti Íslendingum vel og það er alveg sama hvaða grein sportsins það er, niður ár, á sjó eða á flötu. Það alveg ljóst að þó að Kayaksportið sé ekki eins mikil jaðaríþrótt og handbolti að þá gætum við átt íþróttafólk í fremstu röð í heiminum í kayak ef jarðvegurinn væri til staðar. Hér á landi eru komnar reiðhallir, íþróttahús, ólympíusundhallir og fótboltahallir um allar grundir en það er ekki hægt að koma upp mannsæmandi aðstöðu fyrir kayaksportið á höfuðborgarsvæðinu!!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum