Egill mætti með eðal NDK Explorer og Þorbergur með Sæúlfinn sinn og fengu flottar BCU 4* aðstæður og fengu gott tækifæri til að reyna nýja báta.
Við fengum allar tegundir af veðri, haglél í byrjun, vind, 1-2 m öldu og enduðum í sléttum sjó í sólskini. Ætluðum að róa hefðbundinn Viðeyjarhring, en snérum við, við vesturenda Viðeyjar vegna vinds og öldu (CLAP réði förinni). Enduðum á G.nes hring og veltu- og björgunaræfingum í veltuvíkinni.