Straumvatnróður

15 apr 2011 11:28 #1 by Steini
Replied by Steini on topic Re: Straumvatnróður
Elliðaárnar voru moldarbrúnar í morgun enda var botnfallið úr Árbæjarstíflunni að skila sér niður og þarmeð klárt að ekkert Elliðaár-Ródeo verður þetta árið.

Sé ekki í fljótu bragði hvernig vorkeppni við gætum haldið fyrir straumvatnið, endilega komið með hugmyndir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 apr 2011 10:52 #2 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re: Straumvatnróður
Hjá Orkuveitu Reykjavíkur fengust þær upplýsingar áðan að maðurinn sem sér um að hleypa niður úr lóninu væri að fá sér kaffi en myndi síðan byrja að skrúfa frá. Tímasetningin væri í samræmi við tilmæli Veiðimálastofnunar. Þá væri hleypt hægar niður úr stíflunni en oft áður.
Ég frétti af þessum fyrirætlunum um að hleypa fyrr niður úr lóninu en venjulega þegar Steini upplýsti um það á korknum. Mér hafði satt að segja ekki dottið í hug að þeir myndu hleypa fyrr niður en ella vegna þess að rafstöðin væri ekki í notkun og hafði því ekkert pælt í hvort við gætum flýtt ródeóinu. Nú er bara spurning hvar hægt er að halda vorródeó. Einhverjar hugmyndir?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 apr 2011 09:43 #3 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re: Straumvatnróður
Láttu mig endilega vita hvernig OR tekur í að fresta því að hleypa niður úr lóninu. Hvers vegna liggur þeim svona á að hleypa úr lóninu?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2011 18:03 #4 by Steini
Straumvatnróður was created by Steini
Hvað er að frétta af straumvatnsfólki, vonandi eru menn úti að róa allavega fréttist lítið af þeim hér á Korknum.

Þær sorgar fréttir hafa borist að fallvatnrörið að Elliðaárstöð tók upp á því að leka og þorðu menn því ekki annað en að stöðva rafmagnsframmleiðslu og létta þrýstingum af rörinu, svo ekki færi eins og í denn þegar það brast með öllu og heljar flóð varð með tilheyrandi landrofi.

Þegar svona gerist verða þær raddir háværar sem vilja leggja stöðina af, en vélstjórar sem starfa í stöðinni trú því samt enn að gert verði við rörið í sumar og stöðin sett í gang næasta haust. Allavega er frekar ólíklegt að mögulegt verði að halda Elliðaár-Rodeóið í vor, höldum þó í veika von að við getum haft áhrif á hvenær verði hleypt úr Árbæjarstíflunni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum