Hvað er að frétta af straumvatnsfólki, vonandi eru menn úti að róa allavega fréttist lítið af þeim hér á Korknum.
Þær sorgar fréttir hafa borist að fallvatnrörið að Elliðaárstöð tók upp á því að leka og þorðu menn því ekki annað en að stöðva rafmagnsframmleiðslu og létta þrýstingum af rörinu, svo ekki færi eins og í denn þegar það brast með öllu og heljar flóð varð með tilheyrandi landrofi.
Þegar svona gerist verða þær raddir háværar sem vilja leggja stöðina af, en vélstjórar sem starfa í stöðinni trú því samt enn að gert verði við rörið í sumar og stöðin sett í gang næasta haust. Allavega er frekar ólíklegt að mögulegt verði að halda Elliðaár-Rodeóið í vor, höldum þó í veika von að við getum haft áhrif á hvenær verði hleypt úr Árbæjarstíflunni.