Já við smelltum okkur 4 í Eystri Rangá í dag. Það hefur aldrei verið farið svona snemma í þessa á á árinu áður enda góð ástæða, við erum að róa hana lengst inni í landi. Færðin var fín jeppa færð, drulla, skornir vegir og smá snjór í lokinn. Veðrið var mjög gott, fyrst sól og amk 5°C hiti og skall svo á með éljum seinni partinn af ferðinni. Vatnið í ánni var af skornum skammti. Útkoman var bara ágætis buna, soldið labb, ekki mikill kuldi og hörku gaman. Halli og Bragi smelltu myndum við Raggi vorum bara í því að vera töff á myndunum. Vonandi rata myndirnar á netið bráðum.