Að morgni skírdags um kl. > 9.00 voru sjö kayakræðarar mættir í aðstöðuna okkar á eiðinu í Geldinganesinu.
Fimm af okkur ætluðu að róa frá Geldinganesinu um Viðeyjar og Hólmasund , vestur fyrir Gróttu og inn Skerjafjörðinn og lenda í Nauthólsvík. Við hinir tveir,Ingi og Sævar H. settum stefnuna á Kjalarnesið þar sem er slotið dýra sem er nú freistað aurasálum til kaups á 20 milljón kr.
Hjá okkur Inga var róðurinn ljúfur allt að slotinu dýra.
Þar reyndist verulegt brim við kletta og strönd.
Eftir samráð um lendingahorfur ákváðum við að \"láta vaða\". Alveg gríðalega spennandi og skemmtileg brimlending sem tókst vel. Kaffi (kakó) pása var tekin við slotið, en áður höfðum við gengið um húsakynni, sem opin voru gestum og gangandi. Eftir að hafa horft útum glerlausan stofugluggan , yfir voginn í skjóli klettarifa, þá mætti með jákvæðu hugarfari njóta þess að horfa á Jökulinn í heiðskíru síðsumarsólskininu á ágústkvöldum.
Að lokinni kaffipásunni í blíðvirðinu og logninu sem þarna var þá var þrautin framundan að fleyta sér gagnum brimskaflana sem helltust kerfisbundið á fjörunni og klettunum...það gekk vonum framar.
Síðan var róið í vestan undiröldunni,logninu og síðvetrarsólinni , norðan Þerneyjar og lennt eftir alveg frábært ferðalag á kayak , í Geldinganesi um kl. 13.00. Afar skemmtilegum skírdagsróðri var lokið
Gaman væri að fá ferðasögu þeirra fimm sem réru í Nauthólsvíkina.
Ps. það týndist kompás á siglingaleiðinni frá Þerney að Réttarnesinu á Geldinganesi. Þeir sem hugsanlega finna gripinn vinsamlega skili honum til Inga