Kayakróðrar á skírdag

07 apr 2007 23:00 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Kayakróðrar á skírdag
Það mættu þrír ofurhugar í morgun. Ég kíkti niðreftir og sá þegar þeir lögðu í hann í góðum 7-8 vindstigum. Mér fannst þeir annsi brattir að láta sig hafa það. Þetta var náttúrulega kjöraðstæður til að prófa búnaðinn við erfiðar aðstæður.
Hvernig gekk annars hjá ykkur?
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2007 22:37 #2 by Vidarb
Replied by Vidarb on topic Re:Kayakróðrar á skírdag
Þetta var gríðarlega fínn róður hjá okkur 5 sem rérum frá Geldinganesi yfir í Nauthólsvík. Lögðum af stað 9:40 við bestu aðstæður, örlítil undiralda og nánast logn. Komum að Akurey 10:56 og rétt náðum að róa yfir eyjuna miðja áður en eyðið kom uppúr. 5 mínútum seinna hefðum við ekki komist yfir. Drukkum þar kaffi og skoðuðum alla eyjuna. Rétt sluppum við fótbrot því eyjan er öll sundurgrafin af lunda eða kanínueldinu frá 19. öld.
Rérum af stað 11:42 áleiðis að Gróttu. Fyrir Gróttunni var nokkuð hressileg úthafsalda, amk. fyrir okkur þrjá sem erum tiltölulega nýbyrjaðir í sportinu. Við suðurenda golfvallarins var hægt að leika sér í briminu þar sem aldan brotnaði og var undirritaður svo vitlaus að elta Valda í skaflana. Náði að halda mér á réttum kili en fékk ágætis adrenalín skot. Hittum sel og tvo aðra ræðara við Seltjarnarnesvíkina en rérum svo beina leið í Nauthólsvík. Gengum á land ca. 14:10.

Viðar

Myndir og track: picasaweb.google.com/degaulgroup/SkRdagsrUr552007

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2007 01:42 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Kayakróðrar á skírdag
Fínn róður. Ætlum báðir að koma á laugardaginn. Vonandi verður góð mæting.:cheer:
Kv.
ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 apr 2007 21:11 #4 by Sævar H.
Að morgni skírdags um kl. > 9.00 voru sjö kayakræðarar mættir í aðstöðuna okkar á eiðinu í Geldinganesinu.
Fimm af okkur ætluðu að róa frá Geldinganesinu um Viðeyjar og Hólmasund , vestur fyrir Gróttu og inn Skerjafjörðinn og lenda í Nauthólsvík. Við hinir tveir,Ingi og Sævar H. settum stefnuna á Kjalarnesið þar sem er slotið dýra sem er nú freistað aurasálum til kaups á 20 milljón kr.
Hjá okkur Inga var róðurinn ljúfur allt að slotinu dýra.
Þar reyndist verulegt brim við kletta og strönd.
Eftir samráð um lendingahorfur ákváðum við að \"láta vaða\". Alveg gríðalega spennandi og skemmtileg brimlending sem tókst vel. Kaffi (kakó) pása var tekin við slotið, en áður höfðum við gengið um húsakynni, sem opin voru gestum og gangandi. Eftir að hafa horft útum glerlausan stofugluggan , yfir voginn í skjóli klettarifa, þá mætti með jákvæðu hugarfari njóta þess að horfa á Jökulinn í heiðskíru síðsumarsólskininu á ágústkvöldum.
Að lokinni kaffipásunni í blíðvirðinu og logninu sem þarna var þá var þrautin framundan að fleyta sér gagnum brimskaflana sem helltust kerfisbundið á fjörunni og klettunum...það gekk vonum framar.
Síðan var róið í vestan undiröldunni,logninu og síðvetrarsólinni , norðan Þerneyjar og lennt eftir alveg frábært ferðalag á kayak , í Geldinganesi um kl. 13.00. Afar skemmtilegum skírdagsróðri var lokið
Gaman væri að fá ferðasögu þeirra fimm sem réru í Nauthólsvíkina.

Ps. það týndist kompás á siglingaleiðinni frá Þerney að Réttarnesinu á Geldinganesi. Þeir sem hugsanlega finna gripinn vinsamlega skili honum til Inga

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum