Sjö ræðarar mættir. Gísli F. Páll R. Gunnar Ingi Lárus, Kolla, Maggi Sig og Guðmundur B. Róið var inn í Grafarvoginn með smá viðeyjarkrækju. Stoppið var tekið í trjálundi við Grafarvogskirkjuna.
Stuttur og snarpur hrútaslagur átti sér stað á miðjum Grafarvoginum þar sem Wales fararnir Gunnar og Lárus voru eitthvað að flækjast fyrir hvor öðrum. En allt endaði það nú vel.
Á bakaleiðinni voru teknar nokkrar æfingar í útstraumnum undir Gullinbrúnni sem fór vaxandi.
Veður og sjólag var köflótt en gott þar sem skiptist á logn og vindhviður.
Kv.
GummiB.