Reykjavíkurbikar á laugardag

28 apr 2011 22:02 #1 by Steini
Er á bakvakt, ef ég þarf ekki að sinna vinnunni þá mæti ég og rétt hjálparhönd ef þörf er.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2011 21:11 #2 by Rúnar
Frábært. Þá er allt að verða klárt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2011 21:10 #3 by Sævar H.
Já, Rúnar. Gerðu ráð fyrir mér í fjörunni-með klukku og blað. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2011 20:50 - 28 apr 2011 21:07 #4 by Rúnar
Nokkra vaska menn vantar að venju í tímavörslu, útkíkk með keppendum og í pulsuupphitun. Ég vonast fastlega eftir því að Sævar Helgason verði á klukkunni - get ég fengið það staðfest á þessum vettvangi?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2011 11:15 - 28 apr 2011 11:16 #5 by Rúnar
Hvað varðar flokkun á Inuk þá getur verið að hún orki tvímælis. Hann er settur í flokk með ferðabátum m.a. vegna þess að hann er töluvert notaður til ferðalaga, a.m.k. munu Vestfirðingarnir brúka hann til slíks. Skiptingin er ekki meitluð í stein og vel hugsanlegt að endurskoða hana, t.d. fyrir næsta sumar. Ég held samt að við ættum að halda okkur við þessa skiptingu nú og sjá hvernig hún virkar. Ég er mjög ánægður að þú, Ólafur, og Hilmar, skuluð taka jákvætt í þessa tilraun.

Ég er enn þeirrar skoðunar að við eigum að leyfa mönnum að skjótast inn fyrir sker. Þetta á bara við um maraþonið og hefur varla áhrif á úrslit þeirrar keppni. Ekki er lengur keppt í Bessastaðabikar. Það þarf hins vegar að kynna þetta fyrir keppendum og þeir þurfa að hafa upplýsingar um sjávarföll o.þ.h. þegar þeir leggja af stað.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 apr 2011 08:58 #6 by Gíslihf
Þegar ég les umræðuna á þessum þræði langar mig að bregðast við innleggi Hilmars.
Við sem róum í félagsróðrum og æfingaróðrum æfum okkur oft í því sem kalla mætti skerjahopp (rock hopping) og þaradans (dansing with the weeds). Þetta er bæði skemmtun og íþrótt og hún er jafn fjarri hraðakeppni eins og ballett er fjarri spretthlaupi.
Sá sem er snjall í þessu skemmir ekki bátinn sinn og samlíkingin við að svindla í Reykjavíkurmaraþoni er ekki sanngjörn, enda þótt hlíta þurfi fyrirmælum um leiðina sem fara skal. Þetta snýst einmitt um að æfa mikið en færnin snýst um annað en að róa hrattt fjarri skerjum og brotum á opnu svæði og helst í sléttum sjó frá A til B.
Þegar komið er á svæði sem maður þekki ekki þá bætist við sú færni að geta lesið í ölduna og ásýnd sjávar úr nokkurri fjarlægð, hvað býr undir og hvers má vænta þegar þangað er komið m.t.t. vinds og stöðu sjávarfalla.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 apr 2011 08:01 #7 by olafure
Ég fagna nýjum reglum og vonandi verða þær til þess að auka fjöldann í sportinu og keppnisnefndin á hrós skilið fyrir að eyða tíma í þessar pælingar. Ef ég ætti að bæta einhverju við þá finnst mér að skiptingin mætti vera aðeins skýrari. Inuk er t.d. jafn mikill ferðabátur og OceanX, þeir eru jafn breiðir en ocean er aðeins lengri og með meira rúmmál og því hentugri til ferðalaga en Inuk sérstaklega fyrir stærri ræðara. Ég er sammála Hilmari með að ekki ætti að vera séns á því að stytta sér leið. Rökin fyrir því að það megi eru vægast sagt hæpin, að einhverjir sem eru á hægfara bátum séu frekar til í að skemma bátana!! Miðað við verðlag á bátum í dag þá held ég að enginn sé tilbúinn að fórna bát eða ár í grynningar, ja nema hans sé gamall útrásarvíkingur og orðin grynningavíkingur. Það eru önnur sjónarmið sem spila líka inn í. Ég get nefnt sem dæmi að ef útlendingur eða annar aðili sem ekki gjörþekkir aðstæður mætir í slíkar huldu keppnir eins og Bessastaðabikarinn, þá ætti hann ekki sama möguleika og sá sem er heimamaður nema brautin sé þeim mun styttri. Slíkt væri ekki gott til afspurnar fyrir mótshaldara og ætti ekki að tíðkast í keppnum sem eru hluti af Íslandsmeistarakeppni því allir eiga að hafa sama möguleika hvaðan sem þeir koma af landinu án þess að þeir þurfi að ráðast í rannsóknir á brautinni áður en tekið er þátt.
Ég hlakka til að sjá sem flesta á Laugardaginn, ég mæti með surfski kayakklúbbsins þannig að allir geta tekið prufuróður eða keppt á því ef þeir vilja.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2011 23:17 #8 by Hilmar E
Sæll Rúnar

Já þessi svör duga mér fullkomlega.þessar spurningar eru ekki einungis fyrir mig heldur alla sem eru að stunda þetta sport, og nenna ekki einhverjum hártogunum í fjörunni.

Þetta með að stytta sér leið skil ég hinsvegar ekki og mun sennilega aldrei gera. Mín fyrsta alvöru keppni var Hvammsvíkurmaraþon, þar var ég á eftir þremur vönum ræðurum sem styttu sér leið ég elti þá og var ca 1 km á eftir þeim. Ég hafði ekki hugmynd um hvert ég var að fara eða hvernig aðstæður voru en tókst að komast í gegnum brim með herkjum einn og enginn öryggisbátur nálægt. Ekki mjög sniðugt eftir á að hyggja en ef ég hefði ekki stytt mér leið hefði ég aldrei átt séns.

Í Bessastaðabikarnum í fyrra réri ég á eftir tveimur fyrstu mönnum þeir styttu sér leið og ég sá ekki annan kost nema gera það líka og skemmdi bátinn, þá er þetta hætt að snúast um skemmtun að mínu mati.

Eins væri hálf skrítið að sjá maraþonhlaupara hlaupa þvert yfir Reykjavík af því hann ratar svo vel og kalla það navigation, hann fer 10km en hinir 42km.
Ef að þetta snýst um að þurfa ekki að æfa allt of mikið til að eiga sama séns er þetta bara fínt það jafnar bilið.


Bestu kveðjur
Hilmar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2011 18:22 - 26 apr 2011 18:24 #9 by Rúnar
Keppnisbátar eru (eins og ég man best):
Brimskíði, Valley Rapier, Ocean X, Viper Nelo. Þetta eru þeir keppnisbátar sem hafa sést í keppnum hingað til. Ef fleiri tegundir bætast við þurfum við að taka afstöðu til þess. Manstu eftir fleiri bátum sem eru ónefndir?

Ferðabátar eru þá aðrir bátar en í þann flokk fellur m.a. Kirton Inuk. Sú flokkun byggir á upplýsingum um að hann hafi verið smíðaður sem ferðabátur, hraðskreiður þó. Grænlenskir bátar, sem áður voru ekki gildir í keppnir, falla einnig í flokk ferðabáta, en þeir munu þó vera allhraðskreiðir sumir.

Stigagjöfin er með sama hætti og áður, þ.e. 100 stig fyrir sigurvegara í hvorum flokki. Keppendur verða að velja sér flokk fyrir sumarið, þ.e. fyrir Reykjavíkurbikar, Vestfjarðakeppni og Sprettróður. Þeir keppa sem sagt annað hvort í flokki keppnisbáta eða ferðabáta í þessum keppnum. Sú staða getur því komið upp að einn keppandi sé með 300 stig eftir keppnir ferðabáta og annar með jafnmörg stig í flokki keppnisbáta, eftir fyrstu þrjár keppnir sumarsins. Hvammsvíkurmaraþonið sker síðan úr um sigurvegara í Íslandsmeistarakeppni, óháð bátaflokki. Sá sem er á undan vinnur. Þetta er gert til þess að menn geti skipt um flokk, t.d. eftir veðurútliti, og til að hægt sé að skera úr um sigurvegara í keppni til Íslandsmeistara.

Huganlega þarf að finna vísindalegri reglur um flokkun báta en ég held að það sé reynandi að gera þessa tilraun í sumar og sjá svo til.

Um útbúnað ræðara gildir hið sama og fyrr, nema hvað þeir sem keppa á brimskíðum þurfa ekki að vera með svuntur.

Hvernig líst þér á þetta? Duga þessi svör?

Hvað varðar róður milli skerja þá er ég þeirrar skoðunar að hún eigi að vera leyfileg. Treysti menn sér til að þræða leiðir í gegnum sker eiga þeir að hafa leyfi til þess. Í raun reynir aðeins á þetta í maraþoninu, þ.e. við Kjalarnesið (er það ekki annars?) og það er nú ekki ýkja mikil stytting sem fæst með því. Ekki má heldur gleyma því að menn geta tafist við að reyna að róa á milli skerja.

Rökin fyrir að leyfa mönnum að róa milli skerja eru m.a. þau að bátagerðir eru mjög misjafnar til kappróðurs. Þeir sem róa á hægfara bátum eiga þá kannski smá séns í að ná upp forskoti hraðskreiðari báta/ræðara. Skemmtanagildið getur líka verið töluvert, fyrir þann sem nær að skjóta sér milli skerja og öðrum ref fyrir rass.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2011 17:48 #10 by Hilmar E
Gleðilegt sumar

Gott mál að reyna að fjölga keppendum.

En nokkrar spurningar til að einfalda og gott er að fá svar áður en menn mæta á ráslínu.


Hvað er keppnisbátur og hvað ekki?
Hvernig telja stig til íslandsmeistara?
Hvað með sprettinn og hinar keppnirnar?
Og hvað með útbúnað ræðarans?

Persónulega finnst mér best að hafa reglur einfaldar og skýrar strax í upphafi og fyllsta öryggis sé gætt. Ein regla finnst mér að mætti vera með og er hún að ekki megi stytta sér leið milli skerja eins og oft er gert. Heldur fari allir sömu leið sem er fyrirfram ákveðinn.


Bestu kveðjur
Hilmar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2011 14:42 - 26 apr 2011 16:23 #11 by Rúnar
Veðurspá fyrir laugardaginn er fín. Gæslubátur frá Kili og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar eru til reiðu. Bikarinn er kominn í hús. Það er sem sagt allt að verða klárt fyrir Reykjavíkurbikarinn og Vorhátíðina 30. apríl. Hátíðin verður að líkindum óvenju viðburðarrík, m.a. vegna þess að nú verður í fyrsta skipti notast við splunkuný keppnisvesti og að afhendur verður nýr bikar í kvennaflokki og er hann ekki síður glæsilegur en sá sem karlarnir keppast um.

Sjón er sögu ríkari og vonandi að sem flestir taki þátt í hátíðarhöldunum. Hátíðir undanfarinna ára hafa verið bráðskemmtilegar enda hefur þátttaka verið með ágætum. Vonandi koma enn fleiri en í fyrra.

Vakin er athygli á breyttum keppnisreglum. Þegar þær voru kynntar fyrir stjórn og formönnum helstu nefnda bárust engar athugasemdir nema hvað megn óánægja var með kayak væri ritaður með joði. Því hefur nú verið breytt í yfsilon.

Dagskránna og breyttar reglur má sjá á síðunni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum