Keppnisbátar eru (eins og ég man best):
Brimskíði, Valley Rapier, Ocean X, Viper Nelo. Þetta eru þeir keppnisbátar sem hafa sést í keppnum hingað til. Ef fleiri tegundir bætast við þurfum við að taka afstöðu til þess. Manstu eftir fleiri bátum sem eru ónefndir?
Ferðabátar eru þá aðrir bátar en í þann flokk fellur m.a. Kirton Inuk. Sú flokkun byggir á upplýsingum um að hann hafi verið smíðaður sem ferðabátur, hraðskreiður þó. Grænlenskir bátar, sem áður voru ekki gildir í keppnir, falla einnig í flokk ferðabáta, en þeir munu þó vera allhraðskreiðir sumir.
Stigagjöfin er með sama hætti og áður, þ.e. 100 stig fyrir sigurvegara í hvorum flokki. Keppendur verða að velja sér flokk fyrir sumarið, þ.e. fyrir Reykjavíkurbikar, Vestfjarðakeppni og Sprettróður. Þeir keppa sem sagt annað hvort í flokki keppnisbáta eða ferðabáta í þessum keppnum. Sú staða getur því komið upp að einn keppandi sé með 300 stig eftir keppnir ferðabáta og annar með jafnmörg stig í flokki keppnisbáta, eftir fyrstu þrjár keppnir sumarsins. Hvammsvíkurmaraþonið sker síðan úr um sigurvegara í Íslandsmeistarakeppni, óháð bátaflokki. Sá sem er á undan vinnur. Þetta er gert til þess að menn geti skipt um flokk, t.d. eftir veðurútliti, og til að hægt sé að skera úr um sigurvegara í keppni til Íslandsmeistara.
Huganlega þarf að finna vísindalegri reglur um flokkun báta en ég held að það sé reynandi að gera þessa tilraun í sumar og sjá svo til.
Um útbúnað ræðara gildir hið sama og fyrr, nema hvað þeir sem keppa á brimskíðum þurfa ekki að vera með svuntur.
Hvernig líst þér á þetta? Duga þessi svör?
Hvað varðar róður milli skerja þá er ég þeirrar skoðunar að hún eigi að vera leyfileg. Treysti menn sér til að þræða leiðir í gegnum sker eiga þeir að hafa leyfi til þess. Í raun reynir aðeins á þetta í maraþoninu, þ.e. við Kjalarnesið (er það ekki annars?) og það er nú ekki ýkja mikil stytting sem fæst með því. Ekki má heldur gleyma því að menn geta tafist við að reyna að róa á milli skerja.
Rökin fyrir að leyfa mönnum að róa milli skerja eru m.a. þau að bátagerðir eru mjög misjafnar til kappróðurs. Þeir sem róa á hægfara bátum eiga þá kannski smá séns í að ná upp forskoti hraðskreiðari báta/ræðara. Skemmtanagildið getur líka verið töluvert, fyrir þann sem nær að skjóta sér milli skerja og öðrum ref fyrir rass.