Veiði á sjókayak

06 apr 2007 23:23 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Veiði á sjókayak
Þegar fiskað er á sjó t.d. þá veit maður aldrei hversu stór og öflugur fiskur smellir sér á öngulinn.
Nauðsynleg athygli á stöðuleika kayaksins getur við það orðið veikari og viðbrögð við að velta því rýrari.
Flotbelgir eru því góð vörn við þannig aðstæður og veita aukið öryggi.:woohoo: :silly: :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2007 22:24 #2 by Valgeir
Replied by Valgeir on topic Re:Veiði á sjókayak
Takk fyrir þetta, en er möst að vera með flotholt ef maður ætlar að veiða í soðið?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2007 20:09 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Veiði á sjókayak
Ég bendi á síðasta fréttablað Kayakklúbbsins,anno 2006
Þar rakti hann Rúnar Pálmason úr mér allar garnir varðandi þetta sport... að stunda fiskveiðar á kayak með þeim árangri að fá vel í soðið.
Flotholt ? Sportbúðin Títan var með alveg fullnægjandi flotholt frá Prijon sl. sumar á alveg ágætu verði að mér skilst

kveðja

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2007 18:33 #4 by Kalli
Replied by Kalli on topic Re:Veiði á sjókayak
Hann Sævar yfirfiskimaður hlýtur að leiða okkur í allan sannleika um þetta...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2007 02:35 #5 by Valgeir
Veiði á sjókayak was created by Valgeir
Hefur einhver veitt eða dorgað á sjókayak? Hvar er hægt að fá flotholt á bátinn til þess að hann velti ekki ef maður skyldi nú ná í þann stóra úti á miðju vatni?

Hefur einhver reynslu af þessu og hvernig er best að gera þetta?<br><br>Post edited by: Valgeir, at: 2007/04/05 22:36

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum