Hraði báta

06 maí 2011 12:51 #1 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re: Hraði báta
Ég minni á að inni í tímanum sem gefinn er upp er ekki tekið tillit til að ég gat lítið einbeitt mér að róðrinum þar sem ég hafði áhyggjur af því að enginn í landi myndi fatta að setja pulsur í pottinn svo gestir Vorhátíðar myndu ekki deyja sultardauða. Örugglega tapað 10 sekúndum við það eitt.

Taflan er forvitnileg fyrir margra hluta sakir og það er ekki ofsagt að Valley Nordkapp sé hraðskreiður bátur. Leyfi ég mér enn og aftur að minna á að sigurvegarinn í Hvammsvíkurmaraþoninu 2010 reri einmitt á Valley Nordkapp.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2011 12:13 #2 by Páll R
Replied by Páll R on topic Re: Hraði báta
Þetta er ábyggilega nokkuð rétt hjá Gumma B varðandi sjólínulengdina. Svo kemur inn í breidd og stefnislögun og þess háttar til þess að flækja dæmið.
Gísli leggur til að nota dráttarbát, kraftmæla og lóð. Hvernig væri að útbúa rafknúna róðrarvél þar sem má stilla átak og áratakt. Ekki væri verra að geta stjórnað því hvort róðrarstílinn er há- eða lágreistur.

En að öllu gamni slepptu þá sést af töflunni að NKD Explorer er nokkuð aftarlega á merinni, jafnvel neðar en Valley. Þetta skýrir margt, m.a. hvers vegna Rúnar var 10 sekúndum á undan mér.

Kv/Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2011 12:31 #3 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Re: Hraði báta
Sæl

Það sem segir mest um hraða báta þ.e mesta mögulega hraða áður en báturinn fer að lyfta sér upp að framan er svokallað "Hull speed" eða skrokkhraði.

Sú breyta sem þar ræður mestu er sjólínulengd þ.e lengdin frá því að stefnið klífur vatnið að framan þar til vatnið sameinast aftur við skut og myndar drag.

Því meiri sem þessi lengd er því meiri hraði. Fyrir þessu er til formúla sem ég man ekki í svipinn hvar ég sá. Þessi formúla skilaði einmitt "Hull speed" miðað við sjólínulengd.

Einhverjir hafa kannski tekið eftir því þegar þeir virða fyrir sér báta að þeir bátar sem taldir eru hraðastir eru yfirleitt með sem beinast stefni og skut einmitt til þess að sem mest af skrokklengdinni fara í að kljúfa vatnið.

Ég held að þetta sé nokkuð rétt frá sagt hér að ofan. Þeir sem vita eitthvað meira um málið ættu endilega að létta á sér og leiðrétta ef með þarf.

Kv.
Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2011 11:54 - 05 maí 2011 12:08 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Hraði báta
Það er svo mikið líf á korkinum núna að áhugaverð mál sökkva til botns áður en þau eru rædd nánar.

Þetta er áhugavert yfirlit, en hvernig er hægt að mæla "eðlis"-hraða báta? Hraði fer einnig eftir ræðara og sami ræðari afkastar ekki því sama í tvö skipti.
Ég hef verið að velta fyrir mér eftirfarandi uppsetningu fyrir mælingar:
Dráttarbátur fer á sléttum sjó á jöfnum hraða v, t.d. 7,0km/h Þverslá er fest á afturdekki, á henni eru kraftmælar með festingum fyrir bönd sem t.d. 4 kayakar eru dregnir með. Lóð eru sett í sæti ræðarans 100 kg (5x20kg).
Lesið er á kraftmæla fyrir hvern bát, fyrir hvern hraða v, sem stilla má á nokkur gildi allt frá rólegum róðrarhraða t.d. 4 km/h upp í hraðan keppnishraða t.d. 12 km/h. Auðvitað þarf svo að nota einnig hnúta.

Út frá niðurstöðum má síðan vinna formúlur fyrir hentugasta hraða fyrir langa róðra, hraða/áreynslu prófíla o.m.fl.

Ég varpa boltanum hér með til Páls R. vfr. og mælingagúrús hjá Hafró. Fjármögnun og framkvæmd er svo annar kafli.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2011 11:07 #5 by olafure
Hraði báta was created by olafure
Ég hef sett upp grófa töflu sem sýnir hraða báta sem helst hafa verið notaðir í keppnum hér á landi ásamt stöðugleika. Þetta er hraði á sléttu og í stuttan tíma, sumir bátar eru hraðari en aðrir í erfiðu sjólagi og á mismunandi vegalengdum. Stöðugleiki er ávallt matsatriði og fer eftir ræðara.
kayak.blog.is/blog/kayak/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum