Það er svo mikið líf á korkinum núna að áhugaverð mál sökkva til botns áður en þau eru rædd nánar.
Þetta er áhugavert yfirlit, en hvernig er hægt að mæla "eðlis"-hraða báta? Hraði fer einnig eftir ræðara og sami ræðari afkastar ekki því sama í tvö skipti.
Ég hef verið að velta fyrir mér eftirfarandi uppsetningu fyrir mælingar:
Dráttarbátur fer á sléttum sjó á jöfnum hraða v, t.d. 7,0km/h Þverslá er fest á afturdekki, á henni eru kraftmælar með festingum fyrir bönd sem t.d. 4 kayakar eru dregnir með. Lóð eru sett í sæti ræðarans 100 kg (5x20kg).
Lesið er á kraftmæla fyrir hvern bát, fyrir hvern hraða v, sem stilla má á nokkur gildi allt frá rólegum róðrarhraða t.d. 4 km/h upp í hraðan keppnishraða t.d. 12 km/h. Auðvitað þarf svo að nota einnig hnúta.
Út frá niðurstöðum má síðan vinna formúlur fyrir hentugasta hraða fyrir langa róðra, hraða/áreynslu prófíla o.m.fl.
Ég varpa boltanum hér með til Páls R. vfr. og mælingagúrús hjá Hafró. Fjármögnun og framkvæmd er svo annar kafli.
Kv. GHF.