Þingvallavatn 7. maí

09 maí 2011 21:40 #1 by Einar Sveinn
Takk fyrir mig! nokkara myndir frá mér

picasaweb.google.com/einarsveinnmagnusson/Ingvallavatn7Mai#



MBK
Einar Sveinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2011 06:58 #2 by Þorbergur
Hér er video, tónlistin er með Robert Wyatt
Kv Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2011 22:19 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Þingvallavatn 7. maí
Takk fyrir okkur, nokkrar myndir á
picasaweb.google.com/sjokayak/20110507Ingvallavatn#

kveðja
Sveinn Axel og Hildur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2011 21:42 #4 by Þóra
Replied by Þóra on topic Re: Þingvallavatn 7. maí
18 ræðarar fóru fyrstu klúbbferð sumarsins sem farin var á Þingvallavatn. Farið var úr Litlu Hestvík uppúr kl. 10:30 og var Sveinn Axel var róðrarstjóri. Róið var meðfram Hestvíkinni að sunnanverðu að Klumbu. Þaðan var haldið að Nesey vestanverðri og svo út í Sandey. Tekin var góð nestispása í Sandey norðanverðri við lítið vatn sem þar er. Því næst var haldið áfram og Sandey hringuð og tekin stefnan á austanverða Nesey. Stefnan var sett í land að Þorsteinsvík þar sem liðið rétti úr sér. Síðan var ströndin þrædd aftur í Hestvík.
Rónir voru samtals ca 16 km. Létt gola var þegar lagt var af stað og var nokkur alda þegar komið var útfyrir Klumbu sem hélst þar til komið var í Sandey. Þar voru við í ágætis skjóli í fallegum trjálundi. Eftir að lagt var af stað frá Sandey lægði smá saman og meðfram ströndinni fengum við stillu og sólin skein á okkur og gátum skoðað inní hellana sem urðu á vegi okkar.
Þeir sem réru þennan skemmtilega róður voru: Þóra, Klara, Sveinn Axel, Hildur, Lárus, Kolbrún, Gunnar Ingi, Sigrún, Einar, Margrét, Jónas, Björn Ragnar, Þorbergur, Björg, Ragnar, Guðmundur B, Össur og Einar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2011 23:25 #5 by Jónas G.
Hæ, takk fyrir síðast, ég er búinn að skella nokkrum myndum úr ferðinni inn á picasa-vefinn slóðin er:
picasaweb.google.com/jonasgudm/Ingvallav.../5604115224540977170

Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2011 23:24 #6 by Jónas G.
Ég ætla að mæta, við sjáumst á morgun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2011 18:09 #7 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Þingvallavatn 7. maí
Stefnir í ágætis róðrarveður, 10-12 stiga hita, austan 2-7 m/s og lítilháttar skúrir yfir daginn.
kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2011 21:54 - 04 maí 2011 21:58 #8 by Þóra
Replied by Þóra on topic Re: Þingvallavatn 7. maí
Næstkomandi laugardag verður haldið í róður á Þingvallavatn. Ath breyting er á áður auglýstri leið og hérna er ný leiðarlýsing.
Mæting er klukkan 10:00 í Hestvík. Lagt verður af stað kl. 10:30 frá Hestvík við suðurenda vatnsins í hellaeyjuna Klumbru, svo út að Nesey og í Sandey. Þar verður tekin nestispása og ræðarar geta gengið um eyjuna og deilt visku sinni um Þingvelli og nágrenni sín á milli. Þaðan verður róið í Þorsteinsvík, aftur í gegnum Klumbru og yfir í Hestvík, svo inn hana að vestan. Ferðin tekur bróðurpart dagsins og er róðurinn áætlaður um 15 km. Ath. þetta miðast allt við að veður sé hið besta og áskiljum við okkur rétt til breytinga viðri ekki til þessarar útgáfu :)

Til að komast í Hestvík skal fylgja eftir farandi lýsingu sem ég fékk lánaða frá Reyni Tómasi: Til að komast í Hestvíkina má annaðhvort fara Þingvallaveginn (veg 36) og svo Grafningsveginn (360) en ekki er síðra að fara yfir Mosfellsheiðina og Nesjavallaveginn (431 og 435). Þegar komið er af honum á Grafningsveginn (360) er farið til vinstri (norður) í 2-3 km, svo til hægri niður afleggjara í átt að bænum Nesjum. Þar er ekið niður hlíð hægra megin í dalverpi, svo þegar sér niður á vatnið er farinn afleggjari stutt niður til vinstri (að og framhjá nokkrum sumarbústöðum), og svo beygt til hægri niður að vatninu.
Bóndinn á Nesjum hefur veitt okkur leyfi til að fara um landið sitt. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2011 18:36 #9 by Þorbergur
Ætla að mæta ásamt Antony mági mínum

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2011 16:25 #10 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Þingvallavatn 7. maí
Við Hildur mætum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2011 21:37 #11 by Þóra
Næsta laugardag mun klúbburinn standa fyrir ferð á Þingvallavatn. Þetta er einnar árar ferð, þe hentar flestum. Vinsamlegast kynnið ykkur öryggisstefnu klúbbsins hér á heimasíðunni undir klúbburinn og öryggismál.
Áætlað er að mæta á brottfararstað á Þingvöllum um 10:00 og leggja af stað 10:30. Ath staðsetning á brottfarastað getur breyst eftir veðri svo fylgist með umræðum hér.
Endilega látið vita hér á korkinum eða senda mér póst á netfangið thoraatl@hotmail.com ef þið ætlið með eða ef einhverjar spurningar vakna.
Kveðja Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum