Anglesey Seakayak Symposium 2011

07 maí 2011 07:55 #1 by Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2011 17:59 - 06 maí 2011 17:59 #2 by SAS
Hér
er skemmtilegt video sem einhver þátttakandinn hefur tekið, sama leið og við fórum á laugardeginum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2011 12:03 #3 by Gíslihf
Þetta var skemmtileg frásögn hjá Lárusi og áhugavert efni.

Ég er aðeins með eina athugasemd:

Það kemur ekki á óvart að okkar menn áttu heima í hópi þeirra bestu. Tímabil Dana og síðan tímabil Englendinga er liðið hér á landi, við erum orðnir fullvaxnir í sportinu og hið íslenska sækeipa-tímabil ( = sjókæjaka )hefur hafið skeið sitt. Það eina sem mér leiðist er að við trúum þessu ekki alveg ennþá og aðeins einn úr hópnum hefur "skokkað" hringinn.

PS: Margar fallegar konur á svæðinu!

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2011 11:07 #4 by Össur I
Takk fyrir þess skýrslu, þetta hefur greinilega aukið á þekkingu og kunnáttu.
Vonandi maður eigi eftir að upplifa eitthvað þessu líkt einhverntímann. :woohoo:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2011 08:56 #5 by GUMMIB
Takk fyrir að deila þessu. Hefur greinilega verið frábær ferð.

Kv.
Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2011 22:45 #6 by Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2011 22:41 #7 by SAS
Nokkrar myndir er að finna á

picasaweb.google.com/sjokayak/20110501An...v1sRgCOTx5_Win8vvMg#

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2011 22:03 - 04 maí 2011 22:04 #8 by Larus
Það hafði verið að gerjast i okkur félögum Gunnari Inga, Sveini Axel, Gísla Karls og mér i nokkurn tíma að við yrðum að fara til Anglesey í Wales og sjá stóru nöfnin i kayakheiminum til að auka aðeins við delluna i okkur.
Fyrir helgina síðustu var haldið af stað, vaknað fyrir allar aldir og setið i flugvél, á bar :)-og i lest allan daginn til að loksins koma á Angelsey outdoor center sem hýsir herleg heitin.
Við skráðum okkur inn og ákváðum hvað gera skyldi á næstu dögum, það var ansi skemmtilegt að þvælast innan um frægu gaurana i bransanum og alla hina minni spámennina. Þarna voru saman komin um 200 manns sem ýmist voru i tjöldum eða á eins konar hóteli sem var stílað inná útilífs fólk, göngu og klifur fólk og þessa helgina kayaknörda.

Fyrsta morgunin var svo fundur i stóru samkomutjaldi þar sem Nigel Dennis sjálfur bauð fólk velkomið og fór yfir dagskrá dagsins, við vorum ákveðnir i að prufa alvöru “tidal race” skipt var í hópa vanir og minna vanir, félögu leist ekki alveg á blikuna þegar skipt var i hópa og menn voru efins um í hvorum hópnum við ættum að vera en með helv. frekju fékk ég að ráða, það skyldi vera sverasta gerð og ekkert annað. Forsprakki hópsins var Phil Clegg, frábær ræðara og mjög fínn gaur..
Vindur var með stífara móti 12-15 m sek en annars flott veður og Phil sagði að við myndum ekki fá góðar aðstæður til að surfa standandi öldu þar sem vindur var á móti straum en nóg af öldugangi fengjum við i staðinn. Eftir að hafa sett báta á kerrur var hópnum ca 20 manns ekið af stað til sjávar. Í fyrstu rérum við i rólegum aðstæðum að Nordstak þar sem Phil stöðvaði hópinn áður en okkur var dempt út i djúpu lagina, einn alsherjar suðupottur af straum, öldum og látum sem hentu mönnum til og frá og straumurinn bar okkur hratt frá landi, og svo var bara að taka á honum stóra sínum og koma sér til baka aftur. Þarna lékum við okkur i ca 2 tíma og við reyndumst eiga fullt erindi i þetta, þeir félagar mínir sátu eins og jaxlar en ritarinn verður að játa á sig 3 veltur – óviljandi en það gekk fínt að velta upp og halda áfram. Eftir nokkra stund fór ég að verða var við grunsamlega mikinn sjó i bátnum, þá fór ég að pæla hvort ég hefði hætt að nota Reed svuntuna vegna leka??? En hún var tekin með þegar verið var að létta farangurinn en pumpan var með og ekki annað að gera en að finna sér skjól og dæla, síðar átti svo eftir að koma i ljós að kanturinn fyrir svuntuna var brotinn sem jók enn á lekann. Eftir hádegis hlé var róið áfram og nú fengum við að puða á móti vindinum sem við erum nokkuð vanir héðan, 15 km túrinn endaði svo við litla strönd i göngu færi við búðirnar.

Eftir kvöldmatinn var svo tekin rúta niður í bæ til að hlíða á fyrirlestur hjá Eila Wilkinson sem reyndist vera mikil kjarna kona sem fyrst settist i kayak árið 2008 en réri umhverfis Írland árið 2010, þar af um helminginn af 1200 km túr ein þar sem vinkona hennar veiktist og varð að hætta.
Sunnudagurinn rann upp og við vorum skráðir i Incident management námskeið, þar fór fyrir Keirron Tastagh sem reyndist vera skemmtilegur gaur og hið mesta hörkutól, honum til aðstoðar var fyrrnefnd Eila og Robin Ruddock, svartklæddur og sólbrenndur Íri sem reyndist feikna skemmtilegur og gefandi náungi sem var með allan sinn búnað heimatilbúinn nema svarta Reed gallann, grænlenskur trefjaplast bátur, tréárar, dæla úr slöngu, stálvír og einstefnuloka úr þvottavél.
Æfingar dagsins gengu út á bjarganir, hópstjórnun og mikilvægasta hlutann:samskipti.
Ekki hafði vindinn lægt nema síður væri og hafði Robin á orði að það væri greinilegt að Íslendingarnir væru þaulvanir að kljást við vindinn, það var ekki laust við að við værum stoltir við þessi ummæli.
Um kvöldið var Simon Osborne með fyrirlestur um róður sinn um Suður Kóreu.

Á mánudeginum vorum við skráðir í dagsróður með Phil Clegg, um 20 manna hóp var ekið norður með ströndinni og svo skildi róið til baka, fyrsta hlutann var róið í skjóli fyrir klettum, hellar skoðaðir ofl en síðasta spölinn ca 5km var róið með stífann vind í bakið og surfað eins og við ættum lífið að leysa fyrir opnu hafi sem var aaaaaaansi skemmtilegt.
Phil hafði aðeins brýnt fyrir okkur að líta hver eftir öðrum, flestir voru sterkir ræðarar sem voru öruggir í öldunni, það teygðist vel á hópnum á leið yfir, kanski heldur of mikið en ekki urðu teljandi óhöpp, ein velta varð nálægt bryggjunni, Gunnar Ingi var nálægur og fór í björgunar aðgerðir, Svenni sat spakur og fylgdist með og mat það þannig að allt væri í lagi væri þótt þá ræki nokkuð nálægt bryggjunni, sama gerði Gunnar en þá kom aðvífandi Norsk dama sem var á annari skoðun og skellti Gunnari í spotta og dró hann frá landi. Flott gert hjá henni að gera bara eins og hún taldi rétt hvað svo sem aðrir voru að pæla.
Maturinn var upp og ofan eins og gengur en síðasta kvöldi var boðið uppá lamba-karry-hrisgrjón að mestu án lambsins, og þá var Gíslanum nóg boðið og heimtaði að við færum í alvöru djúsí borgara á barnum The Paddlers return sem er á svæðinu, en anski var kallinn svekktur þegar hann beit I kjötfars bollu einhverja I brauði.
Svenni hafði verið I bréfaskriftum við Nigel vegna bátakaupa, vildi vera viss um að Romany surf væri það rétta fyrir” fullvaxinn” ræðara eins og hann kýs að kalla það. Hann hafði því viðrað þá hugmynd að við fengjum að skoða verksmiðjuna á Þriðjudagsmorgni. Nigel er alveg ótrúlega almennilegur gaur og tók vel í þetta vesen okkar þrátt fyrir að vera upp fyrir haus I öllum málum varðandi skipulag túra , kennslu ofl. Hann skutlaði okkur uppí verksmiðju og kynnti okkur fyrir verkstjóranum sem leiddi okkur um allt og fræddi okkur um framleiðsluna.
Í heildina var þetta alveg frábær túr sem gerir að dellann bara magnast, félagsskapurinn var góður og ferða félagarnir alveg frábærir, eitthvað ætti að detta inn af myndum hér á vefnum frá þeim gaurunum og á snjáldrinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum