Hvítárferð 14. maí

15 maí 2011 23:16 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Hvítárferð 14. maí
Held að allir sjómenn syntu eitthvað á leiðinni, mismikið samt. Við byrjuðum heldur ofar en venjulega í sama róðri eða fyrir ofan veiðistaðinn og enduðum neðan við Drumboddsstaði.

Þetta er allt öðru vísi sport en sjókayakin, hef sjálfur oft verið í miklu meiri látum, en ekki í svona miklum straum. Fannst þó mesti munurinn liggja í bátnum sjálfum og hvernig er setið í bátnum. Straumkayak er með minna flot, en sjókayak, afturendinn styttri og er fljótur að kaffærast í "eddy lines", ef ræðari hallar sér eitthvað aftur. Lenti þrisvar í að "eddylines", straumskil kaffærðu mér og synti einu sinni. Vanar straumendur voru með í för og höfðu gaman af björgunum.

Það tapaðist einn bátur, gerður var út leitarhópur, við Guðm.Björgvins gengum 7km með ánni, en án árangurs, meðan Gunnar Ingi keyrði um ánna eins og hægt var.

Myndir er að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak/20110514Hvita#


Frábær skemmtun, takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2011 21:46 #2 by Larus
Replied by Larus on topic Re: Hvítárferð 14. maí
hvernig er með sjóhetjurnar okkar ??

- er ekki eitthvað til að skrifa heim um eftir þessa ferð ykkar i strauminn ???? - ég bíð spenntur lg :--)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2011 17:45 #3 by Þorbergur
Ég vil melda mig í ferðina ásamt Björgu systur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2011 13:23 #4 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re: Hvítárferð 14. maí
Það týnist inn mannskapur í gleðina.
Við Svenni sjóhundur ætlum að setja Hvítána á afrekalistann :)

Og við óskum sérstaklega eftir grænlenskum sjóara með reynslu af Faxa í þessa ferð okkur Svenna til halds og trausts.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2011 23:57 #5 by Jói Kojak
Aldan kemur og fer - allt eftir vatnsmagninu. Ég fór hana í 370 kúbikum í fyrradag og þá er engin alda en svo í dag var hún í 260-70 og þá var einhver alda sýndist mér. Annars byrjun við þessa dagana rétt fyrir neðan ölduna og vinstra megin. Við stoppum ekki í Brúarhlöðunum heldur krúsum beinustu leið. Og bara til að gefa einhverja hugmynd um hvernig áin er í 370 kúbikum, þá er Illvitinn flatur, flæðir yfir eyrarnar hægra megin við Titanic, flæðir yfir steininn hægra megin í Skráargatinu, stökk-eddyið er ekki lengur eddy, í Tvídröngum er risa öldulest - OG - við vorum ekki nema 15 mínútur frá Brúarhlöðum og niður í take-out.

Hvað er þetta mikið af fólki sem ætlar að fara?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2011 23:26 #6 by Kjartan Már
hvernig eru veiðistaðir búnir að vera?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2011 22:50 #7 by Jói Kojak
Hvítáin er búin að vera vatnsmikil núna í meira en viku.

Það gerir ferðina enn meira hressandi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2011 22:38 #8 by Kjartan Már
ég mæti með einn nýgræðing
K

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2011 20:05 #9 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re: Hvítárferð 14. maí
Ég ætla nú bara að hvetja sjóbátamenn og konur til að láta sjá sig og taka þátt í gleðini.
Það finnst varla betri æfing fyrir átök sumarsins.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2011 15:40 #10 by Gunni
Hvítárferð 14. maí was created by Gunni
Næsta laugardag er komið að Hvítárferð.
Sjá frétt á forsíðu.

Tilkynnið endilega mætingu til Gumma J eða hér á korkinum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum