HVÍTÁ VIÐVÖRUN

17 maí 2011 18:07 #1 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re: HVÍTÁ VIÐVÖRUN
Ég fékk símtal í dag frá skipstjóra bátsins þar sem hann mærði eigin getu til siglinga þessa farartækis og gerði í leiðini lítið úr mér og gerði mér grein fyrir hvað ég er nánast heimskur á þessu sviði. Hann tjáði mér það að hann gæti stöðvað bátin á fimm metrum á 75 km hraða og einnig að báturinn gæti nýst gífurlega vel sem björgunartæki. Ég er eiginlega agndofa yfir því hvað ég er heimskur að halda að báturinn geti verið hættulegur kayakmönnum og konum í Hvítá.
Einnig tjaði hann mér að báturinn væri ekki með skrúfu heldur jet-drifi og því væri engin hætta á að nokkur færi í skrúfuna. Þá spurði ég í heimsku minni hvað mundi gerast ef honum mundi yfirsjást mann á sundi í ánni og dúndra á hann, því þá fengi hann bara bátinn yfir sig en þá gat hann litlu svarað um hvernig sundkappanum mundi reiða af ef hann fengi bátinn í höfuðið.

Ég veit reyndar ekki hvar hann fékk símanúmerið mitt en ég reikna með að honum hafi verið afhent bréf það sem ég sendi opinberum aðilum. Mér er reyndar slétt sama enda var bréfið bara fyrirspurn til opinberra aðila sem málið varða.

Skipstjórinn mikli talar reyndar ekki Íslensku svo það getur vel verið að ég hafi misskilið hann herfilega en mér skildist samt á honum að hann efist stórlega um mína getu til að stjórna svona kayakferðum, enda var hann búninn að vera leiðsögumaður á kayjak og raft í fleiri áratugi áður en hann tók við stjórn þessa báts.
Svo ég er bara núll og nix og rugludallur :blink:

Kær kveða úr húsinu vð sundinn
Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2011 00:07 #2 by palli
Replied by palli on topic Re: HVÍTÁ VIÐVÖRUN
Ég myndi alla vega ekki hafa áhuga á því að mæta þessu flykki koma fyrir horn á vaðandi siglingu upp Brúarhlöðin.

Þetta gengur náttúrulega ekki út á það að banna fólki að ferðast um árnar heldur meira að manni er kannski illa við að vera klofinn í herðar niður þarna á ferð ;)

Það er ekki alveg eins og þeir séu að dóla sér þarna upp til að hlusta á fuglasönginn ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 maí 2011 09:49 #3 by jsa
Replied by jsa on topic Re: HVÍTÁ VIÐVÖRUN
Ég er sammála því að þessar jet bátaferðir passa illa með kayak og rafting ferðunum á Hvítánni og geta valdið stór hættu. En þetta er s.s. ekkert einsdæmi í heiminum.

Samt leiðinlegt að breytast í einhvern stangveiðimann og byrja að banna fólki að ferðast um árnar :)

En nýliðaferðin virðist hafa tekist vonum framar. Gott stuff, leiðinlegt að missa af því :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2011 21:43 #4 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re: HVÍTÁ VIÐVÖRUN
Já, það er magnað að þetta hafi fengið starfsleyfi á akkúrat sama kaflanum og verið er að rafta.

Þetta bíður bara uppá slys.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2011 10:21 #5 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re: HVÍTÁ VIÐVÖRUN
Ég sendi smá bréfkorn til opinberra aðila og óskaði svara núna í morgun.

:unsure:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2011 06:38 #6 by Gummi
HVÍTÁ VIÐVÖRUN was created by Gummi
Í gær þegar við fórum í árlegu nýliðaferðina okkar komumst við að því að það er byrjað að keyra með túrista á öflugum vélbát upp og niður ánna á sama svæði og við erum að róa sem mest á kayjökunum okkar. Ég veit ekki hvernig stendur á þessu en þetta er stórhættulegt fyrir okkur og verð ég að biðja þá sem eru að fara í Hvítá að gæta sín sérstaklega vel á þessu.
Ég hef spáð töluvert í því hvernig er best að bjarga sér frá því að stórslasast ef báturinn stefnir á mann og tel ég vera viturlegast að skella sér á hvolf og halda í sér andanum þart til báturinn virðist vera farin yfir.

Það munaði ekki nema svona 5 mínutum að við værum öll komin ofan í Brúarhlöðin þegar báturinn æddi um Brúarhlöðin á botnhraða. Það eina sem bjargaði því það gerðist ekki var að einhverjir þeirra sem fóru frá Veiðistað lentu á sundi og var verið að bjarga þeim. Vélbáturinn hefur líkast til mætt tveim mannlausum kayjökum við "Gatklett" en það virðist eki hafa verið til þess að minka hraðan á honum. Enda efast ég um að hann hafi tekið eftir þeim. Það má því leiða líkur að því að hann hefði ekki tekið eftir manni á sundi í Brúarhlöðunum eða annars staðar.

Mér finst það vera grafalvarlegt mál að það skuli vera búið að leyfa þessar siglingar á þessu svæði og mun núna senda bréf til viðkomandi yfirvalda ásamt því að senda viðvörun til viðbragðsaðila á svæðinu þar sem ég mun lýsa atburðum og því sem gæti gerst þarna ef þessi rekstur fær að halda áfram í þeirri mynd sem hann er í dag.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum