Ég fékk símtal í dag frá skipstjóra bátsins þar sem hann mærði eigin getu til siglinga þessa farartækis og gerði í leiðini lítið úr mér og gerði mér grein fyrir hvað ég er nánast heimskur á þessu sviði. Hann tjáði mér það að hann gæti stöðvað bátin á fimm metrum á 75 km hraða og einnig að báturinn gæti nýst gífurlega vel sem björgunartæki. Ég er eiginlega agndofa yfir því hvað ég er heimskur að halda að báturinn geti verið hættulegur kayakmönnum og konum í Hvítá.
Einnig tjaði hann mér að báturinn væri ekki með skrúfu heldur jet-drifi og því væri engin hætta á að nokkur færi í skrúfuna. Þá spurði ég í heimsku minni hvað mundi gerast ef honum mundi yfirsjást mann á sundi í ánni og dúndra á hann, því þá fengi hann bara bátinn yfir sig en þá gat hann litlu svarað um hvernig sundkappanum mundi reiða af ef hann fengi bátinn í höfuðið.
Ég veit reyndar ekki hvar hann fékk símanúmerið mitt en ég reikna með að honum hafi verið afhent bréf það sem ég sendi opinberum aðilum. Mér er reyndar slétt sama enda var bréfið bara fyrirspurn til opinberra aðila sem málið varða.
Skipstjórinn mikli talar reyndar ekki Íslensku svo það getur vel verið að ég hafi misskilið hann herfilega en mér skildist samt á honum að hann efist stórlega um mína getu til að stjórna svona kayakferðum, enda var hann búninn að vera leiðsögumaður á kayjak og raft í fleiri áratugi áður en hann tók við stjórn þessa báts.
Svo ég er bara núll og nix og rugludallur
Kær kveða úr húsinu vð sundinn
Gummi J.