Róið á Möltu

17 maí 2011 20:15 #1 by Gíslihf
Róið á Möltu was created by Gíslihf
Ég reri tvo dagróðra við þrjár eyjar Möltu nú um helgina og var það skemmtilegt ævintýr. Það er nokkuð óraunverulegt nú hér í kalsanum en sólbruni á höndum og hálsi minnir mig á að það var ekki draumur.
Það verður trúlega ólíkt að róa við Reykjanes um næstu helgi við frostmark og í NA 10-12 m/s. Ég sé ekki fyrir mér að eiginkonur okkar rétti róðrarstjóra flotvesti og svuntu og stökkvi svo úr bátnum á brjóstahaldara og í stuttbuxum og taki smá sundsprett til að pissa í sjóinn af því þær nenni ekki í land. Þetta gerði ítalska senórítan sem ég var að róa með þessa tvo daga.
Ég gæti alveg sagt meira frá þessari ferð á kvöldvöku.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum