Þriðjudagsróður

18 maí 2011 09:24 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Þriðjudagsróður
Sæll Eymi.

Þú heldur uppi merkinu og mætir í róður og er það vel.
Ég var hins vegar munstraður í afa-verkefni eftir um viku fjarvist í Miðjarðarhafi.
Þú hefur hitt á gullið augnablik í gær þykir mér, ef manni finnst á annað borð eitthvað til um náttúruöflin. Skv. Almanaki HÍ á að vera stærstur straumur í kvöld 4.3 m minnir mig en það er ekki aðgengilegt á netinu, en það er skömm að það þurfi að vera að selja þetta í bókaverslunum eins og ekkert hafi breyst síðustu 100 árin!
Við getum hins vegar séð á easytide.com að þeir segja einnig 4,3 m kl. 19:05 í kvöld fyrir Reykjavík. Eitthvað átti þetta að vera minna í gær þegar Þú varst við Geldinganesið, en skv. mælingum í gömlu höfninni í Rvk. í gær kl. 18 var sjávarhæð þar 4,42 m það er líklega um 15 cm hærra en spáð var, en ég get ekki séð aftur í tímann í Easytide. Slóðin á mælingar fyrir Rvk. er:
vedur.mogt.is/harbor/index.php?action=Ch...ionid=1004&getlist=1
Ég fór í vetur snemma á sunnudagsmorgni til að sjá hæsta flóð og gat ekki ekið að gámunum, það slapp í stígvélum, en það var dimmt og ég sá ekki norður þangað sem þú hefur róið yfir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2011 08:18 #2 by Larus
Replied by Larus on topic Re: Þriðjudagsróður
já flott hjá þér Eymi - hvar vorum við ?? okkur bara leist ekkert á þetta stórstreymi, ER ÞAÐ EKKI STÓRHÆTTULEGT ???

Annars held ég að menn og konur séu bara að finna til snjógallann fyrir Reykjanesið :--) lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2011 21:58 #3 by eymi
Þriðjudagsróður was created by eymi
Fór í athyglisverðan róður áðan... réri rangsælis umhverfis Geldinganesið, en þá var að falla að. Smá barningur á móti yfir í Veltuvík, en eftir það var vindur í bakið. Lensið vestur með Geldinganesinu norðan megin var ótrúlegt, straumurinn, aldan og vindurinn mynduðu aðstæður sem ég hef aldrei lent í áður og gerðu það að verkum að ég hreinlega flaug áfram, gat fylgt öldunni tugi metra í einu ... samt var aldan vel innan við meter.

Svo var rúsínan í pylsuendanum sú að þegar ég kom að eiðinu vestan frá var svo stórstreymt að ég gat róið hinginn í kringum bátsflakið sem liggur sunnan í Geldinganesinu og síðan yfir eyðið næst því (Aldrei gert þetta áður :) )skrapaði reyndar botninn örlítið.

Helvíti næs... hvar voruð þið félagar?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum